Eyjan

Mjög blautur kjördagur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. maí 2018 12:43

Hefur veður áhrif á úrslit kosninga? Það er ekki óeðlilegt að spyrja. Hér má sjá veðurspána fyrir kjördag, 26. maí, í Reykjavík.

Í símanum mínum les ég á norska veðurvefnum yr.no að rigningin yfir sólarhringinn verði 37 mm. Það er aðeins minna hjá hjá veðurstofunni íslensku, 25 mm.

Mjög blautt semsagt.

Maður skyldi ætla að svona veður hafi áhrif á kjörsóknina. Annað sem gæti reyndar haft áhrif er að fjölmargir skólar eru að útskrifa nemendur núna á laugardaginn.

Einhvern tíma var sagt að ríkjandi stjórnvöld nytu þess þegar veður er gott en óánægjuöflin þegar veður er slæmt. Að minnsta kosti hefur veðrið verið þannig í vikunni að maður finnur fyrir einhverjum þyngslum í samfélaginu. Manni skilst líka að fólkið flykkist til að kaupa sér sólarlandaferðir – komast burt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði