Eyjan

Seltjarnarnesið er lítið og lágt – þá og nú

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. maí 2018 11:58

[Birgir Björn] tekur Seltjarnarnes sem dæmi. Þar séu framtíðarhorfur í rekstri ekki glæsilegar og atvinnulíf einhæft. Sveitarfélagið sé í jaðri borgarinnar og nýti sér flesta innviði hennar, aldur íbúa fari hækkandi, menningarstarfsemi lítil og fátt sem laði að ferðamenn.

Þetta má lesa í viðbrögðum Birgis Björn Sigurjónssonar, fjármálastjóra Reykjavíkur, við skýrslu frá Samtökum atvinnulífsins um rekstur sveitarfélaga á landinu. Í skýrsluni var Seltjarnarnesi sungið lof og prís, en öðru máli gengdi um Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ.

Þórbergur Þórðarson orti á sínum tíma frægt kvæði sem er í sama anda og þessi staðhæfing Birgis Björns. Mætti jafnvel segja að fjármálastjórinn sé að umorða kvæði meistarans:

Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Aldrei líta þeir sumar né sól.
Sál þeirra’ er blind einsog klerkur á stól.

(Tek fram að það var Marinó G. Njálsson, fyrrverandi íbúi á Seltjarnarnesi, sem kom auga á þetta, ekki ég.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Í gær

Krónan í frjálsu falli og Villi varar við verðbólgu: „Sýnir okkur ruglið sem er í kringum þessa blessuðu verðtryggingu!“

Krónan í frjálsu falli og Villi varar við verðbólgu: „Sýnir okkur ruglið sem er í kringum þessa blessuðu verðtryggingu!“
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Meðalsölutími á sérbýli orðinn svipaður og á fjölbýli

Meðalsölutími á sérbýli orðinn svipaður og á fjölbýli
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs