fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Seltjarnarnesið er lítið og lágt – þá og nú

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. maí 2018 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

[Birgir Björn] tekur Seltjarnarnes sem dæmi. Þar séu framtíðarhorfur í rekstri ekki glæsilegar og atvinnulíf einhæft. Sveitarfélagið sé í jaðri borgarinnar og nýti sér flesta innviði hennar, aldur íbúa fari hækkandi, menningarstarfsemi lítil og fátt sem laði að ferðamenn.

Þetta má lesa í viðbrögðum Birgis Björn Sigurjónssonar, fjármálastjóra Reykjavíkur, við skýrslu frá Samtökum atvinnulífsins um rekstur sveitarfélaga á landinu. Í skýrsluni var Seltjarnarnesi sungið lof og prís, en öðru máli gengdi um Reykjavík, Hafnarfjörð og Reykjanesbæ.

Þórbergur Þórðarson orti á sínum tíma frægt kvæði sem er í sama anda og þessi staðhæfing Birgis Björns. Mætti jafnvel segja að fjármálastjórinn sé að umorða kvæði meistarans:

Seltjarnarnesið er lítið og lágt.
Lifa þar fáir og hugsa smátt.
Aldrei líta þeir sumar né sól.
Sál þeirra’ er blind einsog klerkur á stól.

(Tek fram að það var Marinó G. Njálsson, fyrrverandi íbúi á Seltjarnarnesi, sem kom auga á þetta, ekki ég.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“