fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Össur í kosningaratleik í boði kaldhæðins sýslumanns

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. maí 2018 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson er einn af þeim kjósendum á höfuðborgarsvæðinu sem sýpur seyðið af þeirri furðulegu ákvörðun Þórólfs Halldórssonar sýslumanns að hafa bara einn stað fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í allri byggðinni. Þetta er náttúrlega alveg stórundarlegt fyrirkomulag – en Össur segir farir sínar ekki sléttar í litlum pistli á Facebook. Klykkir út með því að segja að sýslumaðurinn sé mjög „kaldhæðinn húmoristi“.

Ég kaus utankjörstaðar í Smáralindinni í kvöld. Hvergi var nokkrar leiðbeiningar að sjá um hvar fjandans kjörstaðinn væri að finna. Búið að draga rimla fyrir allar búðir. Meira að segja búið að slökkva á rúllustigunum. Í öllu þessu gímaldi voru fimm eða sex umkomulausar manneskjur sem allar virtust einsog stefnulaus skip í hafvillum. Smám saman kom í ljós að í allri Smáralindinni var enginn nema þessar örfáu hræður sem í dauðans angist voru að gefast upp á því að leita að stað til að kjósa. Ef einhver dauðleg vera sást gripu menn í hana dauðahaldi og spurðu með angistarsvip: „Veistu nokkuð hvar á að kjósa?“ Ég gat náttúrlega engum sagt það en bauð yfirleitt í staðinn að leiðbeina fólki um HVAÐ það ætti að kjósa. – Því var misjafnlega tekið. Um hríð var ég farinn að ganga í hringi og leið einsog ég væri aftur í framboði. Loksins á annarri hæð innarlega sá ég ljós leggja út um eitt búðarbilið. Þar fann ég loksins kjörstaðinn. – Sýslumaðurinn í Reykjavík er greinilega mjög kaldhæðinn húmoristi…

Það er annars kominn upp sterkur grunur um að Þórólfur sýslumaður vilji ekki að kjósendur noti atkvæði sín. Sjá einnig þennan pistil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus