Eyjan

Davíð ætlar ekki að hætta: Svona skrifar hann Reykjavíkurbréfin

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 20. maí 2018 11:20

Davíð Oddsson sér ekki fram á að hætta sem ritstjóri Morgunblaðsins, starfið sé of skemmtilegt til þess. Davíð er í viðtali við Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins, á K100. Spurði Páll Davíð meðal annars út í Reykjavíkurbréfin, sem eru fastur liður í Sunnudagsmogganum. Ekki var minnst á Staksteina Morgunblaðsins, en því hefur verið haldið fram að það sé ekki Davíð sem skrifi Staksteinana, heldur aðeins Reykjavíkurbréfin. Má geta þess að Davíð hefur verið launahæsti fjölmiðlamaðurinn í áraraðir, með 3,9 milljónir króna á mánuði árið 2016. Ef rétt er að Reykjavíkurbréfin séu það eina sem Davíð setji í blaðið þá þýðir það að hann fær rúmlega eina milljón króna fyrir hvert Reykjavíkurbréf.

Davíð lýsti ferlinu þannig fyrir sig að hann sest niður heima hjá sér kl. 14 á föstudögum. Hann hafi ekki hugmynd um hvað hann ætli að skrifa. Davíð skrifar með tveimur puttum og því taki ferlið stundum allt að sex klukkutíma. Hann þurfi þó að vera búinn að skila af sér kl. 20, ef hann er ekki búinn að skila þá hafi Haraldur Johannessen, hinn ritstjóri Morgunblaðsins, samband við sig og krefjist þess að hann flýti sér þar sem blaðið sé á leið í prentun.

Þess má geta að Reykjavíkurbréf Sunnudagsmoggans í dag fjallar um ítölsk stjórnmál og gamla vini Davíðs úr borgarstjórn sem hafa fallið frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Í gær

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði