Eyjan

Fjölmiðlar missa sig yfir konunglegu brúðkaupi en áhugi almennings er miklu minni

Egill Helgason
Laugardaginn 19. maí 2018 20:01

Fjölmiðlar fara í hæsta gír gagnvart brúðkaupi kóngafólks. Þúsundir blaðamanna, kvikmyndatökumanna og ljósmyndara fylgjast með þessu. Það er sett upp sjónvarpsútsending sem í fínustu gæðum sem hugsanleg eru. Breska konungsfjölskyldan á náttúrlega mikið undir þessu, hún er milljarðafyrirtæki sem þrífst á því að einhver hafi áhuga. Þess vegna þarf að setja upp svona skrautsýningar við og við. Harry prins er ekki á leiðinni að verða kóngur eða neitt – hann er í rauninni minniháttar persóna í þessu galleríi öllu. En faðir hans verður líklega kóngur og bróðir hans í fyllingu tímans. Þá skortir báða sjarma hins rauðhærða prins – sem sver sig alls ekki í ættina. Harry er talsvert vinsælli en eldri bróðir hans, verðandi kóngurinn.

 

 

Hin aldna drottning Elísabet verður ekki eilíf – þótt sumir kynnu reyndar að halda það miðað við hvað hún hefur verið lengi í starfi. Þegar hún hverfur frá verður erfiðara að halda uppi konungdæminu og réttlæta kostnaðinn við það og öll forréttindin. Elísabet er tákn um góða tíma, stöðugleika- og friðartímabil sem hófst stuttu eftir stríðið. Þessi sérkennilega kona nýtur mikillar virðingar. Það er sagt að þegar Elísabet og David Attenborough deyja sé hætta á því að hinn móralski kompás Bretlands verði illilega vanstilltur.

 

 

Um þessar mundir Bretar afar ringlaðir. Staða þeirra í heiminum er mjög óviss. Þeir kusu yfir sig Brexit – það snerist aðallega um innflytjendur. Þess vegna var dálítið gott að Meghan Markle kom með þeldökkan biskup í kirkjuna og kór sem söng gospel. Það var ekki síður áhugavert að fylgjast með yfirstéttarliðinu í kirkjunni, það gretti sig og geiflaði undir þessu; vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið.

En kóngafjölskyldan/fyrirtækið veit að það þarf á smá nútimavæðingu að halda ef það á að geta lifað áfram í vellystingum. Auðvitað hefði verið hægt að halda smærra brúðkaup og það í kyrrþey. Hefði máski verið smekklegra. En nei, það þarf að flagga frægum kvikmyndastjörnum, í því felst mikið auglýsinga- og almannatengslagildi. George Clooney var þarna og Beckham-hjónin og Oprah – það er ekki síst fyrir Ameríkana, vestanhafs eru eru stærstu trúarbrögin trúin á frægðarfólk – celebrities.

En svo er spurningin hvað þessi sýning hefur mikið gildi, hvernig hún er að gera sig. Fjölmiðlarnir fá mikið út úr þessu, eins og áður segir, meira að segja fjölmiðlar sem aðhyllast lýðveldi missa sig, líkt og Guardian. En áhugi almennings virðist fara mjög dvínandi. Skoðanakannanir undanfarna daga hafa sýnt að fólk sé að hugsa um annað. Huffington Post lét gera skoðanakönnun í Bretlandi sem sýndi að 70 prósent Breta hefðu annað hvort lítinn eða mjög lítinn áhuga á brúðkaupinu.

 

 

Önnur skoðanakönnun, sem lýðveldissinnar létu gera, sýndi að 66 prósent Breta hefðu ekki áhuga. Langflest fólk ætlaði að gera eitthvað annað en að fylgjast með brúðkaupinu. Meirihluti taldi að konungsfjölskyldan ætti að borga sjálf kostnaðinn við brúðkaupið, þar með talinn kostnað við löggæsslu og öryggiseftirlit. 76 prósent vildu ekki að skattfé þeirra yrði notað í þennan atburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin

Reykjavíkurborg leysir leikskólavandann: Kostar fimm milljarða næstu fimm árin
Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“

Segir tryggingarfélögin „mergsogin“ af eigendum: „Má ekki kvikna í húsi án þess að félögin sendi frá sér afkomuviðvörun“
Eyjan
Í gær

Furðulegt frumhlaup sendiherra

Furðulegt frumhlaup sendiherra
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Í gær

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði

Kvika kaupir GAMMA á lækkuðu verði