fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Segir ólíklegt að ákvörðun um Hvalárvirkjun verði hnikað

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. maí 2018 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, lætur hafa eftir sér í Morgunblaðinu í dag að hún eigi ekki von á því að ný hreppsnefnd muni gera breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem verði til að hindra umdeilda byggingu Hvalárvirkjunar. Eva, sem sjálf er stuðningsmaður þess að fá virkjunina á svæðið, segir að mikið þurfi til að það gæti gerst, þó svo ekkert  sé útilokað í þessum efnum.

„Allt getur svo sem gerst“, er haft eftir Evu.

Sveitastjórnin hefur ekki enn gefið út framkvæmdarleyfi, en það verður gert eftir kosningar. Áður verður þó Skipulagsstofnun að samþykkja breytingar á aðalskipulagi, í þágu Hvalárvirkjunar. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við hvernig staðið var að málunum og bíður því með staðfestingu þangað til skýringar hafa borist frá hreppsnefndinni, en Eva segir að unnið sé að svari.

 

Líkt og greint hefur verið frá í fréttum hefur orðið skyndileg fjölgun í hreppnum í aðdraganda kosninga. Hreppsnefnd hefur ákveðið að samþykkja kjörskrá með fyrirvara, þar sem Þjóðskrá er með lögheimilisskráningarnar til rannsóknar. Alls 65 eru á kjörskrá, en í fyrra voru 43 á kjörskrá og nemur fjölgunin því 40 prósentum.

Enginn listi er þó í framboði í þessu fámennasta sveitarfélagi landsins. Því fer fram óhlutbundin kosning, þar sem allir yfir 18 ára aldri eru í kjöri. Tveir hreppsnefndarmenn hafa þó beðist undan endurkjöri, en báðir eru andvígir virkjun.

Eva hyggst þó halda áfram gefist þess kostur, en ákvörðun um næsta oddvita verður í höndum nýrrar hreppsnefndar að loknum kosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“