fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

„Heiftarþruglið í Reykjavíkurbréfum“

Egill Helgason
Föstudaginn 18. maí 2018 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kom fram í pistli hér í gær er nú auglýstur þáttur á útvarpsstöðinni K100 þar sem Páll Magnússon, núverandi þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, ræðir við Davíð Oddsson.

Páll er mjög ritfær maður, vel lesinn í fornbókmenntum, og hann kann að velja orð sín þegar honum hitnar í hamsi. Ég myndi meira að segja halda því fram að Páll sé betri stílisti á íslenska tungu en Morgunblaðsritstjórinn sem þó hefur gefið út smásagnasöfn og ort sálma.

Páll skrifaði til dæmis um Davíð Oddsson árið 2012, en þá var hann útvarpsstjóri:

Það er ekki lengur hægt að svara því sem frussast út um samanbitna kjálkana á Davíð þegar hann fjallar um RÚV. Þetta er eins og það skrýtnasta í kveðskap Æra-Tobba – eitthvað illskiljanlegt og samhengislítið garg út í loftið. En Tobbi verður að njóta sannmælis. Flest það sem hann samdi er auðvitað miklu gáfulegra en heiftarþruglið í Reykjavíkurbréfum Davíðs.

Nú er spurning hvort Ríkisútvarpið ber á góma í samtali þeirra Páls og Davíðs?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega