fbpx
Eyjan

„Heiftarþruglið í Reykjavíkurbréfum“

Egill Helgason
Föstudaginn 18. maí 2018 10:44

Eins og kom fram í pistli hér í gær er nú auglýstur þáttur á útvarpsstöðinni K100 þar sem Páll Magnússon, núverandi þingmaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, ræðir við Davíð Oddsson.

Páll er mjög ritfær maður, vel lesinn í fornbókmenntum, og hann kann að velja orð sín þegar honum hitnar í hamsi. Ég myndi meira að segja halda því fram að Páll sé betri stílisti á íslenska tungu en Morgunblaðsritstjórinn sem þó hefur gefið út smásagnasöfn og ort sálma.

Páll skrifaði til dæmis um Davíð Oddsson árið 2012, en þá var hann útvarpsstjóri:

Það er ekki lengur hægt að svara því sem frussast út um samanbitna kjálkana á Davíð þegar hann fjallar um RÚV. Þetta er eins og það skrýtnasta í kveðskap Æra-Tobba – eitthvað illskiljanlegt og samhengislítið garg út í loftið. En Tobbi verður að njóta sannmælis. Flest það sem hann samdi er auðvitað miklu gáfulegra en heiftarþruglið í Reykjavíkurbréfum Davíðs.

Nú er spurning hvort Ríkisútvarpið ber á góma í samtali þeirra Páls og Davíðs?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Eyjan
Í gær

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér