fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Aldrei fleiri flust til landsins en árið 2017

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. maí 2018 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2017 fluttust óvenju margir til Íslands og hafa aðfluttir umfram brottflutta aldrei verið fleiri á einu ári, eða 8.240 manns. Þetta eru tvöfalt fleiri en árið 2016, þegar 4.069 fleiri fluttust til landsins en frá því. Áður var flutningsjöfnuður mestur árin 2006 og 2007 þegar um 5.200 fleiri fluttust til landsins en frá því. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Á síðasta ári fluttust 14.929 til landsins og hafa aldrei fleiri flust til landsins á einu ári. Áður höfðu flestir flust til landsins árið 2007, eða 12.546. Þá fluttust 6.689 manns frá landinu árið 2017 samanborið við 6.889 árið 2016. Ef einungis er litið til erlendra ríkisborgara var flutningsjöfnuður 7.888 manns og hefur hann aldrei verið jafn mikill á einu ári. Árið 2006 var flutningsjöfnuður erlendra ríkisborgara 5.535. Flutningsjöfnuður meðal íslenskra ríkisborgara var jákvæður í annað sinn á þessari öld, en aðfluttir voru 352 fleiri en brottfluttir árið 2017. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara var einnig jákvæður árið 2005.

Flestir fluttust til Danmerkur
Af þeim 2.819 íslensku ríkisborgurum sem fluttust af landi brott árið 2017 fóru 1.856 til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar. Flestir fluttust til Danmerkur, eða 888, og næstflestir til Svíþjóðar (620). Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar voru einnig frá þessum löndum eða 2.207 af 3.171, flestir frá Danmörku (911).

Á sama tíma fluttust flestir erlendir ríkisborgarar til Póllands, 1.288 af 3.870. Þaðan komu líka 4.479 erlendir ríkisborgarar. Hafa aðfluttir erlendir ríkisborgarar frá Póllandi umfram brottflutta einungis verið fleiri árið 2007 eða 3.965.

Um 40% aðfluttra og brottfluttra á aldursbilinu 20–29 ára
Eins og síðustu ár var fjölmennasti hópur aðfluttra og brottfluttra árið 2017 á aldrinum 20–29 ára. Tæplega 43% brottfluttra var á þessu aldursbili og tæplega 39% aðfluttra. Af einstökum árgöngum var 25 ára fjölmennasti hópurinn af brottfluttum (357) en 26 ára af þeim sem fluttust til landsins, eða 716.

Erlendir ríkisborgarar með pólskt ríkisfang fjölmennastir í flutningum til og frá landinu
Eins og verið hefur frá árinu 1996 voru einstaklingar með pólskt ríkisfang fjölmennastir aðfluttra erlendra ríkisborgara árið 2017. Á þessu var þó undantekning árið 2004, þegar einstaklingar með portúgalskt ríkisfang voru fjölmennastir aðfluttra erlendra ríkisborgara. Fyrir 1996 voru danskir ríkisborgarar oftast fjölmennastir erlendra ríkisborgara sem fluttust til landsins. Til landsins fluttust 4.549 einstaklingar með pólskt ríkisfang árið 2017. Einstaklingar með pólskt ríkisfang voru einnig fjölmennastir þeirra erlendu ríkisborgara sem fluttust frá landinu árið 2017, eða 1.315.

Körlum fjölgar vegna búferlaflutninga
Árið 2017 fluttu 5.567 fleiri karlar til landsins en frá því og 2.673 konur. Fram til ársins 2003 fluttust að jafnaði fleiri konur til landsins en karlar. Þessi þróun snerist við á tímabilinu frá 2004 til 2008. Á þeim árum fluttust til landsins samtals 4.215 fleiri karlar en konur. Árin 2009-2012 fluttust hins vegar samtals 4.114 fleiri karlar en konur úr landi umfram aðflutta. Árið 2017 bar svo við að 2.894 fleiri karlar en konur fluttust til landsins sem er umtalsverð aukning frá fyrra ári þegar 1.729 fleiri karlar fluttust til landsins.

Innanlandsflutningum fækkaði um 1.622 milli ára
Fjöldi innanlandsflutninga náði hámarki á árinu 2007 en þá voru tilkynntir 58.186 flutningar einstaklinga. Eftir það fækkaði innanlandsflutningum jafnt og þétt og náðu þeir lágmarki sínu árið 2010 þegar 46.535 einstaklingar skiptu um lögheimili. Árið 2011 varð aftur á móti fjölgun í fyrsta sinn frá árinu 2007 en þá mældust innanlandsflutningar 49.398. Árið 2017 voru þeir 53.644 sem er fækkun um 1.622 milli ára. Flestir þeirra voru flutningar innan sveitarfélags eða 32.851. Alls fluttust 11.889 einstaklingar milli sveitarfélaga innan sama landsvæðis árið 2017 en 8.904 fluttu frá einu landsvæði til annars.

Flutningsjöfnuður innanlands hagstæðastur á Suðurlandi
Þegar aðeins er horft til flutninga innanlands milli landshluta voru einungis tveir landshlutar með hagstæðan flutningsjöfnuð árið 2017. Flutningsjöfnuðurinn var hagstæðastur á Suðurlandi, en þangað fluttust 423 umfram brottflutta frá landsvæðunum sjö. Einnig var flutningsjöfnuðurinn hagstæður á Suðurnesjum (242). Aðrir landshlutar voru með neikvæðan flutningsjöfnuð vegna flutninga innanlands. Óhagstæðastur var hann á höfuðborgarsvæðinu (-427).

Árið 2017 nutu öll landsvæði góðs af flutningum milli landa og höfðu jákvæðan flutningsjöfnuð. Rúmlega helmingur þeirra 8.240 sem fluttust til Íslands umfram brottflutta enduðu á höfuðborgarsvæðinu (4.738). Þegar litið er til flutninga bæði innanlands og utan voru öll landsvæðin með jákvæðan flutningsjöfnuð árið 2017.

Búferlaflutningar eftir landsvæðum 2017
Aðfluttir umfram brottflutta
Alls Innanlands Milli landa
Alls 8.240 8.240
Höfuðborgarsvæðið 4.311 -427 4.738
Suðurnes 1.574 242 1.332
Vesturland 245 -33 278
Vestfirðir 106 -74 180
Norðurland vestra 20 -47 67
Norðurland eystra 662 -58 720
Austurland 262 -26 288
Suðurland 1.060 423 637

Aðferðir
Hagstofan metur búferlaflutninga á grundvelli upplýsinga um breytingar á lögheimili í íbúaskrá Þjóðskrár. Búferlaflutningar eru gerðir upp á grundvelli skráningardags í þjóðskrá en ekki eftir því hvenær flutningur fór fram. Rétt er að hafa í huga að nokkur töf getur orðið á því að útlendingar sem fá dvalarleyfi séu skráðir í íbúaskrá og að sama skapi getur dregist að þeir einstaklingar sem flytjast af landi brott séu felldir úr íbúaskrá. Sé unnið við skráningu jafnt og þétt yfir árið hefur þetta þó aðeins smávægileg áhrif á heildartölurnar.

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun