fbpx
Eyjan

Sveinbjörg Birna leigir útvarpsstöð: „Verður ekki bara hardcore pólitík“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 16:37

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík, er búin að leigja útvarpsstöð fram að kosningum. Útsendingar byrja klukkan 10 í fyrramálið og hyggst Sveinbjörg bjóða öllum framboðum, nema Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, að vera með þætti á stöðinni, sem sendir út á tíðninni FM 98.3.

„Tilgangurinn er að láta raddir minni framboðanna heyrast. Það býðst öllum framboðum að fá sinn eigin þátt, nema turnunum tveimur“

segir Sveinbjörg. Um er að ræða útvarpsstöðina Ás, sem sent hefur út borgarstjórnarfundi Reykjavíkur, bæjarstjórnarfundi í Kópavogi sem og KR-útvarpið svo eitthvað sé nefnt.

Hugmyndin kviknaði í gær eftir að Sveinbjörg sagðist ekki fá aðgang að Útvarpi Sögu í Facebookfærslu, en Arnþrúður Karlsdóttir kom þar með hressilega athugasemd þar sem hún tiltók að Sveinbjörg fengi ekki að „misnota“ útvarpsstöðina:

„Þá sagði ég bara gott og vel, ef ég get ekki keypt þátt á Útvarpi Sögu, þó allir aðrir geti það, þá nota ég bara peninginn til að leigja mér útvarpsstöð sjálf. Og ég stend við það sem ég segi,“

segir Sveinbjörg stolt.

Hún lofar því að það verði ekki stanslaus pólitískur áróður í loftinu allan sólarhringinn:

„Nei þetta verður ekki bara hardcore pólitík. En auðvitað kynnum við okkar stefnumál og slíkt líka með. Til dæmis verð ég með unga viðmælendur til að tala um snjallsímabannið og þeirra upplifun af símanotkun í skólum. En þetta verður líka á léttu nótunum, matur, menning og tónlist. Öllum frambjóðendum gefst einnig kostur á að kynna sig og sín hugðarefni og hægt verður að hringja inn í þættina og spjalla. Síminn er 552 7659! Ég var síðast með útvarpsþátt í útvarpi Versló, en það er ansi langt síðan. Ég hef mestar áhyggjur af að við kunnum ekkert á takkaborðið, en það reddast allt,“

segir Sveinbjörg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Eyjan
Í gær

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér