fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn í vandræðum þegar níu dagar eru til kosninga

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. maí 2018 19:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má glöggt skynja áhyggjur Sjálfstæðismanna vegna kosninganna í Reykjavík eftir aðeins níu daga. Þeim hefur lítt orðið ágengt í kosningabaráttunni, virðist manni, þrátt fyrir miklar auglýsingar og herferð símhringinga. Niðurstöður skoðanakannana eru ekki uppörvandi. Í síðustu skoðanakönnun sem birtist, hana gerði Gallup fyrir Viðskiptablaðið, er flokkurinn með 24,8 prósent.

Þetta er ívið minna en flokkurinn fékk í kosningunum 2014 – þá var oddvitinn Halldór Halldórsson og flokkurinn hafði aldrei nokkurn tíma fengið minna fylgi í Reykjavík. Fyrir Eyþór Arnalds  er það í raun ósigur ef hann nær ekki að sveifla sér yfir 30 prósentin. 2010, með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í forystu, fékk Sjálfstæðisflokkurinn 33,6 prósent.

Ýmislegt er nú reynt hjá Sjálfstæðisflokknum og virkar sumt eins og þar á bæ séu menn orðnir mjög uggandi. Í gær hélt Eyþór Arnalds blaðamannafund þar sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, dúkkaði upp. Þeir lofuðu Sundabraut, að leysa samgönguvanda, og lækkun á útsvari.

Fylgið hjá VG er ekki sérstaklega til að hrópa húrra fyrir, þar hafa flokksmenn líka áhyggjur. En gæti þess verið að vænta að Líf Magneudóttir birtist á blaðamannafundi með Katrínu Jakobsdóttur og lofi öllu fögru?

Í Morgunblaðinu í dag er svo auglýst að Davíð Oddsson – fyrrverandi forsætisráðherrra Íslands, eins og hann er titlaður – sé væntanlegur í viðtal til Páls Magnússonar á útvarpsstöðina K100 á sunnudaginn. Þetta er hvítasunnudagur – það var þá að lærisveinarnir hófu að tala tungum.

Ég heyrði því spáð einhvers staðar að þarna myndi Davíð tilkynna að hann væri að hætta að ritstýra Mogganum. Það hljómar frekar ólíklega. Líklega er að hann ætli að leggja lóð sitt á vogarskálina í baráttu vinar síns og stuðningsmanns Eyþórs Arnalds.

Annars býður kosningapróf RÚV upp á ýmsa möguleika. Hér hefur tölfræðiáhugamaðurinn Borgar virkjað þann möguleika að bera saman svör frambjóðenda. Hægt er að búa til ýmiss konar samsetningar, til dæmis hafa menn gert sér það að leik að bera saman Eyþór Arnalds og Hildi Björnsdóttur sem er í öðru sæti hjá Sjálfstæðisflokknum.

Ekki er hægt að segja annað en að flokkurinn sýni nokkra breidd í kosningunum, því talsverður munur er á svörum Eyþórs og Hildar.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna