fbpx
Eyjan

Jónína Bjartmarz kjörin formaður ÍKV

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 16:00

Jónína Bjartmarz og Jin Zhijian, sendiherra Kína, að loknum aðalfundi ÍKV í dag. Mynd- Félag atvinnurekenda

Jónína Bjartmarz, framkvæmdastjóri OK; Okkar kvenna í Kína ehf., var í dag kjörin formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins (ÍKV) á aðalfundi ráðsins á Hótel Reykjavík Natura. Jónína er fyrsta konan sem gegnir formennsku í ráðinu í 23 ára sögu þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda.

Jónína hefur undanfarin ár staðið í margvíslegum viðskiptum í Kína og stundað þar nám. Hún var þannig í námi við Xiamen-háskóla í Fujian í Kína á árunum 2007-2008 og rekstrar- og framkvæmdastjóri BR boutiqe hótels í Kína 2008-2011. Eftir það hefur hún rekið OK. Jónína var áður m.a. sjálfstætt starfandi lögmaður, alþingismaður og umhverfisráðherra.

Á aðalfundinum voru auk Jónínu kjörnir í stjórn ÍKV þeir Ársæll Harðarson, forstöðumaður á sölu- og markaðssviði hjá Ícelandair, sem verið hefur formaður viðskiptaráðsins undanfarin sex ár, og Einar Rúnar Magnússon, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Arctic Green Energy. Fyrir sátu í stjórn þeir Jóhann Y. Xian og Stefán Sigurður Guðjónsson.

Félag atvinnurekenda heldur  utan um rekstur Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins, Íslensk-indverska viðskiptaráðsins, Íslensk-taílenska viðskiptaráðsins og Íslensk-evrópska viðskiptaráðsins.

Nánari upplýsingar um Jónínu á vef FKA 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Eyjan
Í gær

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér