fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Forkaupsréttur ríkisins í tengslum við frumskráningu Arion banka

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Kaupþing hafa náð niðurstöðu um framkvæmd ákvæðis 3.6 í afkomuskiptasamningi íslenska ríkisins, Kaupþings hf. og dótturfélags þess Kaupskila
ehf. frá 13. janúar 2016.
 Í ákvæðinu felst að forkaupsréttur ríkisins við sölu hlutabréfa í Arion banka skuli aðlagaður við skráningu bankans á markað.

Niðurstaðan felur í sér að forkaupsréttur ríkisins mun verða aðlagaður á þann hátt að hann muni ekki gilda við frumskráningu Arion banka á skipulegan verðbréfamarkað sem Arion hefur tilkynnt um og sölu á hlutum Kaupþings/Kaupskila sem fyrirhuguð er í tengslum við skráninguna. Forkaupsrétturinn mun hins vegar að öðru leyti standa óhaggaður eftir það.

Áskilið er að núverandi hluthafar í Arion banka, sem einnig eru hluthafar í Kaupþingi, muni ekki auka við hlut sinn við frumskráninguna.

Með framangreindu er stuðlað að því markmiði stöðuleikasamninga ríkisins við Kaupþing frá 2016 að félagið losi um hluti sína í Arion banka með skipulegum hætti og í samræmi við samningsskyldur sínar.

Söluandvirði þeirra hlutabréfa sem seld verða í tengslum við frumskráninguna verður greitt inn á skuldabréf sem Kaupþing/Kaupskil gaf út í tenglum við stöðugleikasamningana. Eftirstöðvar þess nema nú um 29 ma.kr.

Afkomuskiptasamningurinn kveður á um að söluandvirði hlutabréfa Kaupþings umfram andvirði skuldabréfsins skiptist milli ríkisins og Kaupþings í tilgreindum hlutföllum.

Ríkið mun fylgjast grannt með skráningar- og söluferlinu og mun tilnefna eftirlitsaðila sem mun fylgjast með og hafa aðgang að öllum upplýsingum og gögnum sem varða ferlið.

Takist vel til við skráningu Arion banka á markað yrði stigið mikilvægt skref í endurskipulagningu íslenska fjármálakerfisins og í átt að dreifðara eignarhaldi Arion banka hf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins