fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Eyjan

Brynjar baunar á borgarstjórann – Segir kosningabaráttuna snúast um „óljósar tillögur“ um borgarlínu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 11:09

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lætur meirihlutann í borginni fá það óþvegið í stöðuuppfærslu á Facebook í morgun. Hann nefnir að kaupmáttur lægstu launa hafi aukist mikið undanfarin ár, en sá kaupmáttur nýtist illa sökum lítils framboðs lóða, sem auki húsnæðiskostnað. Brynjar nefnir borgarstjórann ekki sérstaklega, en engum dylst hverjum pillurnar eru ætlaðar:

„Nú hefur komið fram að kaupmáttur lægstu launa hefur aukist um 40-50% frá árinu 2013, sem er sjálfsagt einsdæmi. En vandamálið er að þessi mikla kaupmáttaraukning nýtist mörgum íbúum Reykjavíkur að takmörkuðu leyti þar sem húsnæðiskostnaður hefur aukist verulega. Hverjir skyldu nú bera ábyrgð á því? Jú, meirhluti borgarstjórnar með mjög takmörkuðu framboði lóða árum saman.“

Þá telur Brynjar upp það sem miður hefur farið hjá meirihlutanum í stjórnartíð Dags B. Eggertssonar:

„Í Reykjavík þykir öll grunnþjónusta lakari en í nágrannasveitarfélögum. Hnignun í grunnskólanum, fjármál í ólestri, þjónusta við fatlaðra slök o.s.frv. Allt gerist þetta á sama tíma og tekjur borgarinnar hafa aukist meira en nokkru sinni fyrr. En kosningabaráttan snýst eiginlega ekkert um hvað hægt sé að gera betur í þessum efnum heldur um einhverja óljósar og ófrágengnar tillögur um borgarlínu.“

Virðist sem að Sjálfstæðisflokkurinn sé að ræsa út kanónur sínar í kjölfar þess að flokkurinn er ekki að ná yfir 25% fylgi í undanförnum skoðanakönnunum á mælingu fylgis flokkanna í borginni.

Í gær hélt Eyþór Arnalds blaðamannafund ásamt Bjarna Benediktssyni þar sem kynntar voru ýmsar áherslur flokksins í borginni sem „ríma“ við stefnu flokksins í ríkisstjórninni, líkt og að setja Sundabraut aftur á áætlun, koma upp íbúabyggð á landi ríkisins við Keldur og fækkun ljósastýrðra gatnamóta svo eitthvað sé nefnt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI

MIKILL MEIRIHLUTI ÍSLENDINGA VILL SEINKA KLUKKUNNI
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“

Vatnsmýrin að fá póstnúmerið 102: „Innantómt orðagjálfur á tyllidögum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans

Davíð Oddsson sagður afkomandi „dularfulla kynblendingsins“ Hans Jónatans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili