fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Bæjarstjóri Kópavogs fékk veglega launahækkun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. maí 2018 15:00

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og oddviti Sjálfstæðisflokksins, hækkaði í launum um 32,7% milli ársins 2016 og 2017, eða um rúmlega 612 þúsund krónur á mánuði. Hann var því með um 2.5 milljónir alls á mánuði í laun á síðasta ári. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Laun annarra fulltrúa bæjarráðs og bæjarstjórnar hækkuðu einnig, um 30 prósent, en launakostnaður bæjarráðs/stjórnar nam 74 milljónum króna í fyrra, samanborið við tæpar 57 milljónir 2016.

Kjararáð hækkaði laun þingmanna árið 2016, sem hafði áhrif á sveitastjórnarstigið, því víðast hvar fengu bæjarfulltrúar laun sín greidd sem hlutfall af þingfarakaupi. Því var brugðið á það ráð í Kópavogi, og víðar, að frysta laun bæjarfulltrúa meðan komist var að niðurstöðu um hvernig reikna bæri út launin. Þau skyldu taka mið af þróun launavísitölu frá 2006, uppreiknuð.

Eru laun bæjarstjórans tengd þeirri vísitölu samkvæmt Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti