fbpx
Eyjan

Spyr Kidda sleggju hvort hann þiggi greiðslur vegna skrifa sinna: „Virðist sérstakt handbendi virkjunarsinna“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. maí 2018 17:24

Hrafn Jökulsson

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og skákfrömuður, segir í færslu á Facebooksíðu sinni í dag að Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, sé handbendi þeirra sem vilja virkja í Árneshreppi, en Kristinn hefur verið duglegur að skrifa pistla um þá metfjölgun íbúa sem átt hefur sér stað í hreppnum og þjóðskrá hefur til rannsóknar, með fulltingi lögreglu. Hefur Kristinn til dæmis nafngreint þá sem flutt hafa í hreppinn og birt minnisblað sem hann fékk frá oddvitanum, Evu Sigurbjörnsdóttur, sem er hlynnt virkjun.

Spyr Hrafn hvort Kristinn sé að þiggja greiðslur fyrir skrif sín, frá hagsmunaaðilum í málinu:

„Nú er komið í ljós að Kristinn virðist sérstakt handbendi virkjunarsinna, og mál til komið að hann svari skýrt og skilmerkilega: Hefur þú á einhverju stigi þegið greiðslur frá hagsmunaaðilum í málinu?“

Málið snýst í grunninn um byggingu Hvalárvirkjunar á svæðinu, en hreppsnefndin er klofin í afstöðu sinni til hennar; þrír eru fylgjandi, oddvitinn þar með talinn, en tveir eru andvígir.

Íbúar Árneshrepps skiptast í tvær fylkingar og er skyndileg 40% aukning íbúa svæðisins sögð vera skipulögð af þeim sem andvígir eru virkjuninni svo þeir geti kosið nýja hreppsnefnd í næstu sveitastjórnarkosningum, sem væri vilhöll málstaðnum.

Þjóðskrá óskaði eftir aðstoð lögreglu við að sannreyna búsetu á heimilum í Árneshreppi í kjölfarið og hefur lögreglan á vestfjörðum keyrt um hreppinn til að banka upp á hjá fólkinu þar, við misgóðar undirtektir.

Tveir hreppsnefndarfulltrúar, andvígir virkjun, gerðu síðan athugasemdir við vinnulag tengt minnisblaði sem lögmannsstofan Sókn lét gera um lögheimilisflutningana, en þar kom fram að Vesturverk, sem er byggingaraðili virkjunarinnar, hafi greitt reikninga sveitarfélagsins til lögmannsstofunnar, einnig þá sem ekki tengdust virkjuninni. Sagðist oddvitinn, Eva Sigurbjörnsdóttir, ætla að endurgreiða mismuninn.

Þá segir Hrafn að Kristinn, einn manna, hafi haldið uppi vörnum fyrir Ásbjörn Þorgilsson í Djúpavík, en hann er eiginmaður Evu Sigurbjörnsdóttur. Ásbjörn lagði til að farið yrði með rottueitur að Dröngum, Seljanesi og  kaupfélaginu, en á Dröngum eru skráðir níu af þeim sautján sem fluttu lögheimili sitt á dögunum, þar á meðal dóttir Hrafns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra