fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Kópavogi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. maí 2018 08:44

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

könnun Fréttablaðsins mælir Sjálfstæðisflokkinn stærstan í Kópavogi, með rúm 36 prósent og fimm fulltrúa af ellefu. Næstir kemur Samfylkingin með 20 prósent með tvo menn, og þá Framsóknarflokkurinn með rúm átta prósent og einn mann.

Píratar fá rúm sjö prósent, líkt og BF/Viðreisn og Vinstri grænir fá tæp sjö prósent. Það dugar þeim þremur framboðum til að ná inn manni.

Miðflokkurinn mælist með rúm fimm prósent, fyrir Kópavog tæp fimm prósent og Sósíalistaflokkurinn fær ríflega tvö prósent. Það dugar þessum framboðum ekki til að ná inn manni.

Sjálfstæðisflokkurinn gæti því myndað meirihluta með BF/Viðreisn, en núverandi meirihluti samanstendur af Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð, sem hafa sjö fulltrúa af ellefu.

Samkvæmt bæði Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra og Theodóru Þorsteinsdóttur, oddvita BF/Viðreisnar, hyggjast þau vinna áfram saman:

„Að mínu mati gengur vel í Kópavogi, við erum búin með öll verkefnin okkar í málefnasamningnum frá 2014. Þetta er árangursríkur meirihluti og samstarfið hefur gengið vel. Ef við höldum okkar finnst mér réttlætanlegt að ræða við Sjálfstæðisflokkinn,“

er haft eftir Theodóru.

 

Hringt var í 1.087manns með lögheimili í Kópavogi þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki 15. maí. Svarhlutfallið var 73,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tók 51 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 12 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent sögðust óákveðin og 14,9 prósent vildu ekki svara spurningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins