fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Segir fátt hafa breyst í rekstrarumhverfi á raforkumarkaði – Einkavæðing framundan ?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. maí 2018 13:10

Bjarni Benediktsson á ársfundi Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt hefur breyst í rekstrarumhverfi á raforkumarkaði á þeim fimmtán árum sem liðin eru frá því að samkeppni um framleiðslu og sölu raforku var innleidd með raforkulögum og ekkert nýtt fyrirtæki fór inn á samkeppnishluta raforkumarkaðar fyrr en í fyrra. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Landsvirkjunar í gær, samkvæmt tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu:

„Hið opinbera er yfir og allt um kring á raforkumarkaði. Hið opinbera fer með leyfisveitingar- og reglusetningarvaldið. Ríki og sveitarfélög eiga nær alfarið framleiðslufyrirtækin. Flutningakerfið og dreifiveiturnar eru í opinberri eigu og háð sérleyfum. Á raforkusölumarkaði þar sem ætlunin var að ná fram samkeppni eru fá merki um að hún sé í reynd til staðar,“

sagði Bjarni í ræðu sinni.

Hann velti upp þeirri spurningu hvort þetta fyrirkomulag bjóði heim svipaðri hættu og bent hefur verið á varðandi umfangsmikið eignarhald lífeyrissjóða á atvinnustarfsemi í landinu:

„Að það kunni að vera að þetta fyrirkomulag geti dregið úr kostum þess sem við ætluðum okkur að ná fram á árinu 2003, að við séum ekki að ná fram kröftum markaðarins til þess að skila betri þjónustu og betri verðum til neytendanna í landinu?“

Bjarni sagði að ljóst væri að Landsvirkjun væri í yfirburðarstöðu í framleiðslu og heildsölu:

„Ákvörðun Landsvirkjunar um verðgólf í heildsölu verður óhjákvæmilega af þessari ástæðu ráðandi í verðmyndun á smásölumarkaði. Er hugsanlegt að við þurfum að auka gagnsæi um þær ákvarðanir Landsvirkjunar?“

spurði ráðherra ennfremur.

Bjarni vék í ræðu sinni að þeim stakkaskiptum sem hafa orðið í lífsgæðum á Íslandi, ekki aðeins með starfsemi Landsvirkjunar heldur meðal annars einnig í kjölfar virkjanaframkvæmda um land allt síðustu öldina:

„Mér finnst eins og við séum nú að nálgast ný tímamót þar sem það er að verða algjör bylting í umræðu um endurnýjanlega orkukosti.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun