fbpx
Eyjan

Sakar Eyþór um samsæriskenningar: „Þessar dylgjur og þessi áróður er stórkostlegur“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. maí 2018 10:30

Líf Magneudóttir

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, sakar Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna, um málefnafátækt og samsæriskenningar, í gagnrýni hans á þann gjörning borgarinnar að senda ungmennum sms til að hvetja þau til þátttöku í kosningunum, líkt og Eyjan greindi frá.

„Þessar dylgjur og þessi áróður er stórkostlegur. Kosningaþátttaka ungs fólks hefur minnkað og það er áhyggjuefni. Til að vekja áhuga þess taka ýmsir aðilar höndum saman eins og hið opinbera, framhaldsskólarnir og félagasamtök og Eimskip. En nei. Þrátt fyrir að staðreyndir málsins blasi við og hafi verið reifaðar í sal borgarstjórnar þráskallast Sjálfstæðisflokkurinn við í kosningaskjálfta sínum og dregur upp þá mynd að þetta sé eitt stórt samsæri meirihlutans í borginni. Málefnafátæktin er yfirþyrmandi,“

segir Líf á Facebooksíðu sinni.

Borgin hefur fengið grænt ljós á að örva kjörsókn ungmenna með áminningum til þeirra í formi sms skilaboða, en kjörsókn hefur hrapað undanfarin ár, ekki síst meðal yngri kjósenda.

Líf spyr hvort framboð Eyþórs sé á móti því að hvetja ungt fólk til að nýta kosningarrétt sinn:

„Minnug þess að úthringiver Sjálfstæðisflokksins hafi fullyrt við innflytjendur að þeir mættu ekki kjósa velti ég því fyrir mér hvort þetta framboð þeirra sé beinlínis á móti því að ungt fólk sé hvatt til að kjósa og að innflytjendur nýti kosningarétt sinn? Held við ættum frekar að spyrja okkur að því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“

Krefst afsagnar stjórnarformanns Félagsbústaða: „Ég tel að Haraldur hljóti að vera aðalábyrgðarmaður í þessu“
Eyjan
Í gær

Farið fram á lögbann vegna Tekjur.is

Farið fram á lögbann vegna Tekjur.is
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 

Guðmundur Kristjánsson: „Þetta veiðigjald er mjög ósann­gjarnt“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar