fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Hústökufólkið að Dröngum – hverjir eru það?

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. maí 2018 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn H. Gunnarsson ritar:

Fram hefur komið í Ríkisútvarpinu að einn eigandinn að jörðinni Dröngum kannaðist ekki við 9 af þeim 11 sem fluttu þangað lögheimili sitt nýlega.  Hann ásamt eiginkonu sinni hefur líka flutt lögheimili sitt þangað frá Akranesi. Þá er vitað um fleiri eigendur sem höfðu ekki hugmynd um lögheimilisflutningana. En hverjir eru þessi níu „hústökumenn“ á Dröngum ?

Farið var á stúfana og leitað upplýsinga um níumenninguna óvelkomnu:

Frá Hvammi í Holtum er sambýlisfólkið Sighvatur Lárusson f. 1961 og Ólína Margrét Ásgeirsdóttir f. 1959 ásamt móður Ólínu, hinni níræðu Brynhildi Sæmundsdóttir, sem mun hafa verið í  Gufudalssveit árið 1930 eftir því sem næst verður komist. Brynhildur býr í Reykjavík. Sighvatur var spurður að því af einum sem tengist Dröngum hver hafi heimilað þeim að flytja þangað, þar sem ekki sé vitað um að samþykki hafi verið veitt fyrir flutningunum. Sighvatur hefur ekki svarað fyrirspurninni. Bróðursonur Sighvats er Ásgeir Örn Arnarson f. 1988 búsettur í Reykjavík en gefur Mosfellsbæ upp sem sinn heimabæ.

Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir f. 1974 er myndlistarmaður frá Reykjavík og gefur þær upplýsingar um sig á Facebook að hún búi í Berlín.

Kristín Ómarsdóttir f. 1962  frá Reykjavík er sögð vera skáld, sem hefur gefið út ljóð, smásögur og leikrit.

Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Reykjavík,   f. 1987 er kynntur sem íslenskur aktívisti og listamaður. Hann hefur getið sér orð sem virkur mótmælandi gegn virkjunum og var einn af níu sem voru kærð fyrir árás á Alþingi eftir bankahrunið en voru sýknuð.

Kristján Einvarður Karlsson f. 1959 er grafískur hönnuður og ljósmyndari. Hann hefur tekið þátt í bæjarmálum í Mosfellsbæ.

Gunnhildur Hauksdóttir f. 1972 er myndlistarmaður sem hefur búið og starfað í Berlín og Reykjavík.

Gunnhildur og Kristín Ómarsdóttir hafa staðið saman að sýningum á verkum sínum.

Þetta er samkvæmt bestu fáanlegum upplýsingum en settur er almennur fyrirvari þar sem einhver atriði kunna að hafa breyst frá því þessar upplýsingar birtust.

 

 

Kristinn H. Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“