Eyjan

Fjárfestar leggja tæpan milljarð í Teatime

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. maí 2018 13:45

Þorsteinn B. Friðriksson

Íslenski leikjaframleiðandinn Teatime hefur safnað 7,5 milljónum dollara, sem samsvarar 770 milljónum króna, í nýtt hlutafé en áður höfðu alþjóðlegir fjárfestar lagt fyrirtækinu til 1,6 milljónir dollara, 164 milljónir króna að núvirði, í frumfjárfestingu. Frá stofnun fyrirtækisins í júlí í fyrra hafa fjárfestar því lagt Teatime til tæpan milljarð í hlutafé.

Aðalfjárfestirinn nú er Index Ventures, fjárfestingasjóður sem hefur fjárfest í nokkrum af farsælustu leikjafyrirtækjum heims, á borð við King, Roblox og Supercell. Teatime hyggst þróa fyrsta rauntíma samskiptavettvanginn fyrir farsímaleiki.

Fjárfestingasjóðurinn Atomico, sem hefur m.a. fjárfest í leikjafyrirtækjunum Supercell, Rovio og Bossa Studios, tekur einnig þátt í hlutafjáraukningunni en í kjölfar hennar hafa Guzman Diaz frá Index Ventures, Mattias Ljungman frá Atomico og Davíð Helgason, stofnandi Unity Technologies, tekið sæti í stjórn Teatime.

Stofnendur Teatime eru Þorsteinn B. Friðriksson, Ýmir Örn Finnbogason, Jóhann Bergþórsson og Gunnar Hólmsteinn. Þeir voru allir stofnendur eða lykilstarfsmenn hjá Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp spurningaleikinn sem náði til yfir 100 milljóna notenda. Glu Mobile keypti Plain Vanilla árið 2016.

Teatime hyggst nota fjármagnið frá nýju fjárfestunum til að fjölga starfsfólki sínu hér á landi, sérstaklega forriturum, og þróa samskiptatækni sína enn frekar. Til að mynda til að bjóða upp á samþættingu hennar við aðra leikjaframleiðendur.

Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Teatime: „Leikir eru í eðli sínu félagsleg iðja. Hvort sem fólk er að spila á spil með spilastokk, spila hefðbundin borðspil eða leika sér í leikjatölvu, þá felst stór hluti skemmtunarinnar í samskiptum okkar við mótspilarana. Eða þá við fólk sem horfir á okkur spila, eins og í spilakössunum í gamla daga. Meirihluti farsímaleikja er í dag gerður bara fyrir einn spilara og í þeim leikjum sem bjóða upp á andstæðinga þá þurfa spilarar að skiptast á eða þá að mótspilararnir eru ósýnilegir. Við hjá Teatime viljum bjóða spilurum upp á upplifun sem er mun félagslegri og persónulegri en hingað til hefur verið möguleg. Röð leikja þar sem hægt er að eiga í samskiptum við vini og aðra spilara í rauntíma. Fyrir okkur snýst þetta ekki bara um að auka upplifunina heldur teljum við að það hafi ávallt verið megintilgangur leikja að auðvelda okkur að tengjast öðru fólki. Spilun farsímaleikja í dag á meira skylt við það að leggja kapal en að spila spil. Þetta er ástæða þess að við erum að þróa fyrsta samskiptavettvanginn fyrir farsímaleiki sem býður upp á samskipti milli spilara í rauntíma.“

Guzman Dias, fjárfestir hjá Index Ventures: „Eins og hjá öllum bestu leikjaframleiðendunum þá búa Þorsteinn og félagar hjá Teatime yfir gríðarmikilli þekkingu þegar kemur að þróun farsímaleikja þar sem umfangið óx hjá þeim á skömmum tíma upp í meira en 100 milljónir spilara. Við hjá Index höfum verið svo lánsöm að starfa með brautryðjendum í leikjaiðnaðinum, líkt og Supercell og King, og við teljum að Teatime hafi svipað tækifæri og þessi fyrirtæki til að vera leiðandi í næstu bylgju farsímaleikja.  Við teljum að Teatime geti þróað tæknina sem þarf til að koma af stað rauntímabyltingu í farsímaleikjum þar sem tengsl fólks eru í lykilhlutverki.“

Mattias Ljungman, fjárfestir hjá Atomico: „Næsta tækifæri til að slá í gegn í leikjaheiminum verður ekki í höndum eins leikjafyrirtækis eða leiks heldur í þeirri tæknibyltingu sem er að verða til og mun gera heiminn allan ennþá tengdari en hann er í dag.  Ég trúi því að næsta kynslóð leikjafyrirtækja, sem stofnuð eru af bylgju nýrra tæknifrumkvöðla, muni skapa miklu stærri og samtengdari markaði fyrir leiki en til er í dag. Ég tel að stofnendur Teatime, þeir Þorsteinn, Ýmir, Gunnar og Jóhann, tilheyri þessari nýju bylgju frumkvöðla og við erum stolt af því að vinna með þeim í því að láta hugmyndir þeirra verða að veruleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Opnunarhátíð Veltis
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Leikur í stöðunni?

Leikur í stöðunni?
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf

Jón segir fjölgun aðstoðarmanna þingflokka vera enn meiri þjófnað frá skattgreiðendum – Gæðingum komið í góð störf
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur

Matar- og kaffitímarnir sem gleymdust – og hin laka framleiðni sem kannski var misskilningur
Eyjan
Í gær

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar

Blikur á lofti með raforkuframboð hefðbundinna orkukosta næstu árin – Nýrra leiða leitað í skýrslu Þórdísar
Eyjan
Í gær

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“

Brynjar skýtur föstum skotum á Styrmi – „Tæpar 5,3 milljónir í laun á mánuði“
Eyjan
Í gær

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs

Forstjórar íhuga dómsmál gegn ríkinu vegna kjararáðs
Eyjan
Í gær

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning

„Þjóðhyggjan“ og hin alltumlykjandi alþjóðamenning