fbpx
Eyjan

Einar Bárðar borgaði fyrir opnuviðtal Rósu: „Er það hlutverk bæjarins að borga fyrir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. maí 2018 12:05

Einar Þór Bárðarson

Greitt var fyrir opnuviðtal við Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna í  Hafnarfirði, í aukablaði Fréttablaðsins í gær, af samskiptastjóra Hafnarfjarðarbæjar, Einari Bárðarsyni. Þetta kemur fram í vefriti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, Bærinn okkar.

Samkvæmt upplýsingum minnihlutans í bæjarstjórn greiddi bærinn 250 þúsund krónur fyrir viðtalið, en sú ákvörðun var tekin af Einari Þór Bárðarsyni, sem er samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar.

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Gunnar Axel Axelsson, gerir alvarlegar athugasemdir við gjörninginn og spyr hvort eðlilegt sé að almannafé sé varið til þess að greiða fyrir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins:

„Það eru eflaust skiptar skoðanir á því hvort samskiptastjóri bæjarins eigi að koma með svo beinum hætti að kosningabaráttu eins flokks í bænum en hann hefur svosem ekki farið leynt með stjórnmálaskoðanir sínar hingað til. En hins vegar verður að spyrja þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að samskiptastjórinn taki ákvörðun um það að bærinn greiði fyrir opnuviðtal við oddvita flokksins sem borið er í öll hús í bænum. Er það hlutverk bæjarins að borga fyrir kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins? Það er í það minnsta fullkomlega eðlilegt að fólk spyrji sig þeirrar spurningar í aðdraganda kosningar hvort þetta sé eðlileg meðferð á almannafé,“

segir Gunnar Axel.

Bærinn okkar greinir frá því að Einar hafi verið ráðinn án auglýsingar í starfið og að ekki sé vitað til þess að samskiptastjóri hjá bænum hafi áður „tekið þátt í kosningabaráttu til bæjarstjórnar með þessum hætti.“

Einar var ráðinn tímabundið þann 1. ágúst í fyrra, til 31. ágúst 2018. Áður gegndi hann starfi forstöðumanns Höfuðborgarstofu og var sjálfstæður ráðgjafi í ferðaþjónustu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra