fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vinstri grænir fordæma atburðina í Palestínu

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. maí 2018 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórn þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fordæmir atburðina í Palestínu á liðnum dögum og vikum, þar sem ísraelskir hermenn hafa myrt fjölda mótmælenda með köldu blóði. Þessi grimmilegu viðbrögð Ísraelsstjórnar við fyrirsjáanlegum mótmælum vegna vanhugsaðrar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að flytja sendiráð sitt til Jerúsalem eru ólíðandi, en íslensk stjórnvöld vöruðu einmitt við þeirri ákvörðun,“

segir í tilkynningu frá Vg í dag.

„Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn þess að leitað verði friðsamlegra lausna í deilum fyrir botni Miðjarðarhafs. Raunverulegur friður getur aldrei komist á með vopnavaldi og kúgun. Minnt er á mikilvægi þess að standa vörð um alþjóðalög og að ekki sé brotið á mannréttindum íbúa svæðisins. Stjórn þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs minnir jafnframt á samþykkt Alþingis Íslendinga frá 2011 um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt