fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Vilja einfalda upplýsingagjöf fyrirtækja

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. maí 2018 13:45

Ljósmyndari Matts Lindqvist/norden.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðvelda á norrænum litlum og meðalstórum fyrirtækjum að miðla efnahagsupplýsingum. Upplýsingagjöfin á að fara fram í rauntíma og einnig á að vera hægt að nálgast lánaupplýsingar í rauntíma. Breytingin hefur í för með sér mikla kosti fyrir fyrirtækin og ávinningurinn reiknast í milljörðum.

Þetta er liður í einu markmiði verkefnisins Nordic Smart Government 3.0 sem norrænu atvinnulífsráðherrarnir ýttu úr vör á fundi í Stokkhólmi 15. maí. Verkefnið er til tveggja ára og markmið þess er að Norðurlöndin verði gagnsætt og stafrænt svæði þar sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta miðlað efnahagsupplýsingum á öruggan hátt í rauntíma. Það á bæði við um gögn sem fara á milli fyrirtækja og gögn sem fara á milli fyrirtækis og stjórnvalda.

Kerfið býður fyrirtækjum upp á alveg nýja möguleika á að fá lánaupplýsingar hvert um annað og eykur þar með gagnsæi og auðveldar samstarf milli fyrirtækja. Upplýsingagjöfin á auk þess að geta átt sér stað þvert á norræn landamæri og búist er við að þetta auki nýsköpunarkraftinn á öllum Norðurlöndum.

Nordic Smart Government er meðal mikilvægustu norrænu samstarfsverkefnanna á sviði atvinnulífsins á tímabilinu 2018-2020. Þessi einföldum gegnum stafræna væðingu mun veita einstakt tækifæri til þess bæði að veita og taka við efnahagsupplýsingum í rauntíma.

Mikilvægasta verkefnið

„Nordic Smart Government er meðal mikilvægustu norrænu samstarfsverkefnanna á sviði atvinnulífsins á tímabilinu 2018-2020. Þessi einföldum gegnum stafræna væðingu mun veita einstakt tækifæri til þess bæði að veita og taka við efnahagsupplýsingum í rauntíma. Það að Norðurlöndin í heild sinni séu með felur í sér að markaður fyrirtækjanna okkar stækkar verulega,“

segir atvinnulífs- og nýsköpunarráðherra Svíþjóðar, Mikael Damberg, sem nú fer með formennsku norrænu atvinnulífsráðherranna.

Sem stendur er erfitt að fá nýjar fjárhagsupplýsingar um lítil og meðalstór fyrirtæki vegna þess að ársskýrslur þeirra eru oft einu heimildirnar um þær og upplýsingarnar sem skýrslurnar veita geta verið úreltar. Þegar kerfið er gert sjálfvirkt verður hægt á öruggan hátt að fá nýjar upplýsingar um efnahagslega stöðu fyrirtækis.

Virðið reiknað í milljörðum

Samkvæmt nýjum útreikningum sem gerðar voru af Ernst&Young; getur hugsanlegt verðgildi þess að geta miðlað efnahagslegum og fjárhagslegum upplýsingum sjálfvirkt numið allt að 250 milljörðum norskra króna á ári frá árinu 2027 á öllum Norðurlöndunum.

Nordic Innovation er stofnun í Ósló sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og leggur 28,5 milljónir norskra króna til verkefnisins Nordic Smart Government 3.0. Verkefnið stendur yfir til ársloka 2020. Að því loknu er gert ráð fyrir að kerfið verði innleitt í löndunum.

„Nordic Smart Government styður sýn norrænu forsætisráðherranna um að Norðurlöndin verði samþættasta svæði heims. Verkefnið stuðlar að alþjóðlegri forystu Norðurlandanna og áætlunin getur sömuleiðis orðið vegvísir fyrir Evrópusambandið til þess að koma á fót fyrirtækjaumhverfi með meiri samkeppnishæfni, nýsköpun og hagvexti,“

segir framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Dagfinn Høybråten.

Verkefnið er mikilvægasta framlag norræns atvinnulífs til Norræn-baltnesku ráðherrayfirlýsingarinnar Digital North sem samþykkt var í apríl 2017. Nordic Smart Government byggir á fyrra samstarfi 2016-2018 þegar vinnuhópur sem skipaður var af gagnagrunnsyfirvöldum landanna lagði grunninn að því samstarfi sem nú á sér stað.

Gervigreind á dagskrá

Á fundinum í Stokkhólmi ákváðu ráðherrarnir einnig að auka samstarfið á sviði gervigreindar og snjallra samgangna.

Á samgöngusviðinu veittu ráðherrarnir stuðning sinn við verkefni sem snýr að grænum, stafrænum og samkeppnishæfum samgöngum og ferðum. Gert er ráð fyrir því að Norðurlöndin geti tengt saman samgöngukerfi sín fyrir fólk, vörur og eignir ásamt því að tengja saman upplýsingakerfi. Þetta er gert til þess að nýta hæfni hvers annars og ná heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus