fbpx
Eyjan

Ver Ísraelsríki með kjafti og klóm -Skammar Samfylkinguna og Egil Helga

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. maí 2018 12:19

Björn Bjarnason

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, grípur til varna fyrir hönd Ísraelsríkis og sigurvegara Eurovision, Nettu Barzilai frá Ísrael, en sigur hennar í söngvakeppninni hefur vakið mikla reiði, í tengslum við hernaðaraðgerðir Ísraelsríkis gegn Palestínu. Björn gagnrýnir Egil Helgason og Samfylkinguna fyrir sína afstöðu gegn gyðingaríkinu:

„Undarlegt er að þeir sem telja sig sig sérstaka varðmenn mannréttinda  skuli jafnan vilja beita Ísraela þvingunum eða einangra þá. Eftir að ísraelsk söngkona sigraði í söngvakeppni Evrópu laugardaginn 12. maí sagði Egill Helgason, álitsgjafi og umræðustjóri ríkisútvarpsins, á vefsíðu sinni: „Ísrael á einfaldlega ekki að vera með í Eurovisijón og þjóðir Evrópu eiga helst ekki að sækja keppni þangað.“

Björn líkir orðum Egils við viðskiptabannstillögu Bjarkar Vilhelmsdóttur gegn Ísrael í borgarstjórn árið 2015. Þá spyr Björn hvort það sé stefna Samfylkingarinnar að vilja hlut Ísraels sem „minnstan og verstan“:

„Þarna var um pólitískt mál að ræða sem mótaðist af óvild í garð Ísraels og gyðinga. Svipuð viðhorf birtast nú vegna sigurs Nettu Barzilai í söngvakeppninni. Þannig sagði Sema Erla Serdar, fyrrv. formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi og fyrrv. formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, á FB-síðu sinni laugardaginn 12. maí:

„Með sigri Ísraels í Eurovision hefur Evrópa enn og aftur lagt blessun sína yfir fjöldamorð, landrán, hernám, pyntingar og ómannúðlega og ógeðfellda meðferð ísraelska hersins og ísraelskra stjórnvalda á saklausum palestínskum börnum, konum og mönnum. Þetta er ógeðslegt. Ógeðslegt.“

Er það stefna Samfylkingarinnar að vilja hlut Ísraels sem minnstan og verstan?“

 

Þá segir Björn að Hamas-samtökin hafi í tilefni af 70 ára afmæli Ísraelsríkis hvatt til stórmótmæla við landamærin og ætli sér að rjúfa landamæragirðinguna til að ryðjast inn í Ísrael. Segir hann grunnt á því góða milli Hamas og Fatah, sem fer með stjórn mála á yfirráðasvæði Palestínumanna og sakar Egil Helgason um að fara mildum orðum um samtökin:

„Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki orðið við óskum Fatah að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gaza-svæðisins til að lækka rostann í Hamas-liðum. Þegar Egill Helgason sætti gagnrýni á FB fyrir afstöðu sína til Ísraels sagði hann meðal annars sér til varnar: „Hamas eru sannarlega hvimleið samtök“ og fór jafnvel mildilegri orðum um þau en löglega kjörin stjórnvöld í Ísrael.“

Líkt og fram hefur komið í fréttum hafa tugir Palestínumanna látist í mótmælunum vegna hernaðaraðgerða Ísraelsríkis, og hefur það orðið til þess að fjöldi fólks hefur mótmælt því að söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva verði haldin að ári í Ísrael og skorað á RÚV að taka ekki þátt.

Björn ýjar að því að ef RÚV myndi sniðganga keppnina, væri það hræsni:

„Ætli stemmningin í Efstaleiti sé sú að ríkisútvarpið skuli hætta aðild að evrópsku söngvakeppninni verði Ísrael ekki rekið úr henni? Ísraelar unnu nú í fjórða sinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum