fbpx
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Hafnarfirði – Framsókn sækir á

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. maí 2018 08:53

Samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í Hafnarfirði, með 32 prósent fylgi. Samfylking kemur þar á eftir með rúm 19 prósent. Samkvæmt útreikningum er óljóst hvor flokkurinn missir mann ef þetta yrðu kosningarúrslit, það stendur á jöfnu, en það yrði annaðhvort fimmti maður íhaldsins, eða þriðji maður jafnaðarmanna.

Framsókn og óháðir fá tæp 12 prósent, Miðflokkur og Píratar tæp 10 prósent og Vinstri grænir rúm átta prósent. Allir þessir flokkar næðu inn manni ef þetta yrðu úrslitin.

Viðreisn mælist með tæplega sex prósent og Bæjarlistinn rúmlega þrjú prósent, en hvorugur listinn nær inn manni með því fylgi.

Sex flokkar fengu því mann kjörinn samkvæmt þessu, í stað fjögurra nú.

 

Í sögulegu samhengi er Framsóknarflokkurinn (og óháðir) sigurvegari könnunarinnar, þar sem stutt er í næsta mann, en flokkurinn hefur ekki riðið feitum hesti í Hafnarfirði frá örófi alda.

 

Í kosningunum árið 2014 var niðurstaðan þessi:

 

Sjálfstæðisflokkurinn= 35,8 %  5 fulltrúar

Samfylkingin= 20,2%                 3 fulltrúar

Björt framtíð= 19                         2 fulltrúar

Vinstri grænir= 11,7%                 1 fulltrúi

Píratar =  6,7 %                            0 fulltrúar

Framsókn= 6,5 %                       0 fulltrúar

 

 

Hringt var í 1.089 manns með lögheimili í Hafnarfirði þar til náðist í 803 hinn 14. maí. Svarhlutfallið var 73,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 50,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá sögðust 13,1 prósent ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 21,3 prósent sögðust óákveðin og 14,9 prósent vildu ekki svara spurningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Eyjan
Í gær

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér