fbpx
Eyjan

Segir framkomu stjórnarformanns Hörpu vera „galna“ og einkennast af „valdhroka“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. maí 2018 11:10

Róbert Trausti Árnason, fréttastjóri Hringbrautar, vandar Þórði Sverrissyni, stjórnarformanns Hörpu, ekki kveðjurnar í Náttfarapistli sínum í dag undir heitinu „Hvenær verður stjórn og forstjóra HÖRPU vikið frá?“

Hann segir framkomu Þórðar og stjórnarinnar varðandi uppsögn starfsmanna Hörpu og launamál forstjórans, vera galna:

„Flestum ber saman um það að framkoma Þórðar Sverrissonar formanns Hörpu og stjórnarinnar sé algerlega galin. Engum heilvita manni í rekstri ætti að detta í hug að lækka 20 lægst launuðu starfsmennina í starfskjörum um leið og kjör forstjóra eru bætt um fimmtung. En þetta er það sem stjórn Tónlistarhússins Hörpu gerði. Þó er um opinbera stofnun í meirihlutaeigu ríkisins (54%) á móti borginni.“

Hann segir framkomu Þórðar einkennast af valdhroka, sem sé einkenni frá hans fyrri störfum:

„Framkoma Þórðar Sverrissonar formanns í fjölmiðlum hefur einkennst af þeim valdhroka sem hann virðist hafa tamið sé í fyrri stjórnunarstörfum hjá Eimskip og Nýherja. Öll stjórnin ber ábyrgð með honum. Stjórn Hörpu skipa auk Þórðar þau Arna Schram, Árni Geir, Vilhjálmur Egilsson og Aðalheiður Magnúsdóttir.“

Róbert Trausti Árnason

Þá spyr Róbert hvort fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hafi kjark til að gera eitthvað í málinu:

„Fjármálaráðherra skipar stjórn Hörpu. Hann einn hefur vald til að víkja stjórninni. Það er eðlileg krafa að Bjarni Benediktsson skipti allri stjórn Hörpu út og skipi nýja sem tæki þá ákvörðun um framtíð forstjórans. Því er þó spáð hér að Bjarni hafi ekki kjark til að hrófla við stjórninni þó svo flestum beri saman um að framkoma hennar hafi verið galin.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Eyjan
Í gær

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér