fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Segir borgarstjóra hafa viðurkennt stjórnsýslumistök varðandi moskumálið

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. maí 2018 23:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarstjórnar í dag lagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Borgarinnar okkar – Reykjavík, fram tillögu um að Reykjavíkurborg afturkallaði ákvörðun um að úthluta Félagi múslima á Íslandi lóð undir mosku í Sogamýri.  Tillöguna rökstuddi Sveinbjörg Birna meðal annars með vísan til þess að framkvæmdafrestir samkvæmt almennum framkvæmda- og lóðaskilamálum borgarinnar væru liðnir, en Reykjavíkurborg úthlutaði lóðinni fyrir tæpum fimm árum síðan.

Tillögu Sveinbjargar, um afturköllun á lóð undir moskuna var vísað frá undir kvöld, en í umræðum um tillöguna í borgarstjórn komu fram nýjar upplýsingar frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem benda til þess að mistök hafi átt sér stað í stjórnsýslu borgarinnar í málinu, samkvæmt tilkynningu frá Sveinbjörgu Birnu.

Samkæmt henni kvaðst borgarstjóri aldrei hafa sent tilkynningu til lóðarhafans um að lóðin væri orðin byggingarhæf.  Af þessum sökum hafi tímafrestir í skilmálum borgarinnar aldrei byrjað að líða.

„Séu þessar upplýsingar réttar er ljóst að mistök hafa átt sér stað í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar sem borgarstjóri ber ábyrgð á,“

segir Sveinbjörg í tilkynningunni.

  Vegna þessa lagði Sveinbjörg Birna fram svohljóðandi fyrirspurn til borgarstjóra:

Á fundi borgarstjórnar í dag lagði ég fram tillögu um að Reykjavíkurborg afturkallaði ákvörðun um að úthluta Félagi múslima á Íslandi lóð undir mosku í Sogamýri.  Tillagan var meðal annars rökstudd með vísan til þess að framkvæmdafrestir samkvæmt almennum framkvæmda- og lóðaskilamálum borgarinnar væru liðnir.  Í umræðum um tillöguna í borgarstjórn komu fram nýjar upplýsingar frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem benda til þess að mistök hafi átt sér stað í stjórnsýslu borgarinnar í málinu.  Kvað borgarstjóri Reykjavíkurborg aldrei hafa sent tilkynningu til lóðarhafans um að lóðin væri orðin byggingarhæf.  Með vísan til þessa kvað borgarstjóri tímafrestina í skilmálum borgarinnar ekki byrjaða að líða.

 

Þá lagði Sveinbjörg fram fimm spurningar til borgarstjóra, með ósk um svör:

Með vísan til þessa óska ég eftir svörum við eftirfarandi:
1) Hvaða ástæður liggja að baki því að Reykjavíkurborg hefur ekki enn tilkynnt Félagi múslima á Íslandi að lóðin að Suðurlandsbraut 76, sem félagið fékk úthlutað 13. september 2013, sé byggingarhæf?

2) Hvað langur tími líður almennt frá því að lóð er byggingarhæf þar til tilkynning þess efnis er send lóðarhafa?

3) Hverjir aðrir starfsmenn en borgarstjóri bera ábyrgð á því að lóðarhafi hefur ekki enn fengið senda slíka tilkynningu?

4) Telur borgarstjóri rétt að lóðarhafi fái að halda lóðinni áfram þrátt fyrir að nú séu nálægt fimm ár liðin frá því lóðinni var úthlutað án þess að framkvæmdir hafi hafist á lóðinni?

5) Óskað er eftir að lögð verði fram öll gögn og bréfasamskipti á milli embættismanna og lóðarhafa í tengslum við lóðina Suðurlandsbraut 76.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega