fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Íbúðir á 400-500 milljónir – áður óþekktur lúxus

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. maí 2018 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið segir frá því að dýrustu íbúðirnar á Hafnartorgi muni kosta 400-500 milljónir króna. Forstjóri ÞG verks sem byggir húsin telur að þarna sé áður óþekktur „lúxus“ á Íslandi. Og víst er það rétt – við höfum ekki heyrt svona íbúðaverð áður á Íslandi.

Byggingakostnaðurinn hlýtur að vera nokkuð hár – en hann hefur þó altént ekki farið í að skreyta húsin að utanverðu eða gera þau meira aðlaðandi. Maður hefur til dæmis ekki heyrt að listamenn hafi verið kallaðir að til að fegra umhverfið.

Það er svo spurning hvort nokkur vill kaupa íbúðir á þessu verði? Kannski erlendir auðkýfinga? Eitt af auglýsingaslagorðunum sem hefur heyrst í sambandi við Hafnartorg er pied-à-terre – það útleggst sem staður þar sem auðmenn geta tyllt niður fæti.

Ég fór í göngutúr í kringum Hafnartorg í gærkvöldi. Það hafa aðallega sést myndir af húsinu sem snýr að Arnarhóli. Það verður að segjast eins og er að það er nánast eins og Versalir í glæsileika sínum miðað við húsin sem eru fyrir aftan og snúa að Geirsgötunni. Manni skilst að þar verði mestu lúxusíbúðirnar.

Arkitekt Hafnartorgs er Pálmar Kristmundsson. Hann er meðal annars þekktur fyrir að teikna sumarbústaði fyrir ríkt fólk. Efst á byggingunum sem eru eins og kubbar í laginu er líkt og sé búið að tylla sumarbústöðum – eins og sjá má dúkkar timburklæðning allt í einu upp þarna á þakinu.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“