fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínuverkefnið

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. maí 2018 20:00

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Mynd-stjornarradid.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði með Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, í forsætisráðuneytinu í dag. Efni fundarins var staða undirbúnings við Borgarlínuverkefnið en borgarstjóri kynnti hana fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Þau ræddu mikilvægi þess að góð samstaða tækist um framhaldið þannig að hefja megi formlegar viðræður ríkisins og Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um fjármögnun Borgarlínu og annarra framkvæmda á næstu árum.

Borgarlínan hefur verið umdeild í aðdraganda kosninga, en Sjálfstæðisflokkurinn og Eyþór Arnalds er henni andvígur, ásamt fleiri flokkum, ekki síst vegna kostnaðar, sem talinn er á bilinu 70-1000 milljarðar.

„Borgarlínan er nýtt og afkastamikið kerfi almenningssamgangna sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirbúa nú í sameiningu. Borgarlínan er forsenda þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og við línuna og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka. Með Borgarlínu verður hægt að byggja hagkvæmari rekstrareiningar með að byggja þéttari byggð t.d. með því að hafa færri bílastæði. Borgarlínan mun ganga eftir samgöngu- og þróunarásum sem verið er að festa í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins,“

segir á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn