fbpx
Eyjan

Styður bíllausa byggð í Örfirisey

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. maí 2018 14:07

Hugmyndir framboðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey hefur valdið miklu umtali. Hildur Björnsdóttir, sem skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins, sagði um helgina að tillagan væri á hugmyndastigi, en í henni er gert ráð fyrir 4000 íbúða byggð á landfyllingu við Örfirisey, þar sem opnanleg göngu- og hjólabrú næði að Hörpu:

„Meirihluti borgarlands fer í dag undir bílaumferð og bílastæði. Minnihluti undir byggð og almannarými. Án bílaumferðar skapast rými fyrir aukið mannlíf, meiri byggð og fleiri græn svæði – meira andrými. Vel mætti hugsa sér 4.000 íbúða bíllaust hverfi. Áhersla væri á mannvænt umhverfi, lágreista byggð og vistvæna samgöngumáta. Umhverfi þar sem fólki líður vel“

Dagur B. Eggertsson hefur meðal annarra gagnrýnt hugmyndina og segir hana muni loka fyrir starfsemi hafnarinnar en Sjálfstæðisflokkurinn átti sig ekki á mikilvægi hafnarinnar fyrir atvinnulíf og ásýnd borgarinnar.

Gísli Marteinn Baldursson, Eurovisionþulur og áhugamaður um borgarskipulag, segist á Twitter í dag vera almennt jákvæður um hugmyndina, aðspurður af Katrínu Atladóttur, sem skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðismanna í borginni:

„Margt gott í þessu, aðallega ef með þessu er viðurkennt að bílaumferð sé vandamál í Reykjavík og að við þurfum að minnka hana. Þetta er líka góður staður til að búa á í mjög góðri fjarlægð frá atvinnu/menningarkjörnum, þægilegar göngu og hjólaleiðir.“

Hann segir þó nokkra neikvæða punkta í hugmyndinni og spyr hvert olíutankarnir eigi að fara, því það sé enginn betri staður, eða umhverfisvænni til að hafa þá. Þá segir hann að byggðin muni hrekja sjávarútveginn burt, sem þurfi þó ekki að vera slæmt, en „asnalegt“ sé að neita því. Þá segir hann óþarfi að stækka landfyllinguna.

„En ég er ósammála meirihlutanum að ekki megi byggja þarna og er með þér/ykkur í að þarna er um að gera að byggja- og auðvitað með #aðförin að leiðarljósi. En frekari útfærslur eru óþarfi á þessu stigi og sumt í útfærslunum er byrjað að þvælast fyrir grunnhugsuninni, sem er góð.“

segir Gísli Marteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum