fbpx
Eyjan

Stuðningsmenn Pírata óánægðastir með efnahag landsins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. maí 2018 15:14

Stór meirihluti íslensku þjóðarinnar taldi efnahagsstöðuna á Íslandi vera góða, samkvæmt könnun MMR sem framkvæmd var dagana 13. til 19. apríl 2018. Rúmlega 80% aðspurðra töldu stöðu efnahagsins vera nokkuð eða mjög góða en það var 15 prósentustiga hækkun frá könnun MMR frá apríl 2017. Einungis 4% svarenda kváðu stöðuna mjög slæma, 6 prósentustigum færri en á sama tíma í fyrra en hlutfall þeirra sem taldi efnahagsstöðu frekar slæma minnkaði einnig um 9 prósentustig á milli ára.

Þegar litið var til stjórnmálaskoðana svarenda mátti sjá nokkurn mun á afstöðu eftir stuðningi við flokka. Þeir svarendur sem lýstu stuðningi sínum við Viðreisn (97%), Sjálfstæðis- (97%) eða Framsóknarflokk (96%) voru líklegastir til að telja stöðu efnahags á Íslandi vera góða en þar af töldu 25% stuðningsfólks Viðreisnar og 23% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks stöðuna mjög góða. Stuðningsfólk Flokks fólksins (50%) og Pírata (44%) var hins vegar líklegast til að telja efnahagsstöðuna slæma en alls töldu 13% af stuðningsfólki Pírata stöðuna mjög slæma.

0805 Efnahagur

Spurt var: „Hvort telur þú efnahagsstöðuna á Íslandi í dag vera góða eða slæma?“
Svarmöguleikar voru:  „Mjög slæm“, „Frekar slæm“, „Nokkuð góð“, „Mjög góð“, „Veit ekki“ og „Vil ekki svara“. Samtals tóku 89,9% afstöðu til spurningarinnar.

 

Munur eftir lýðfræðihópum
Karlar voru líklegri til að telja efnahagsstöðuna mjög góða (16%) heldur en konur (8%) en konur töldu í meira mæli að staðan væri frekar (20%) eða mjög (5%) slæm. Bjartsýni á stöðu efnahagsmála jókst með auknum aldri og voru svarendur á aldrinum 50-67 ára (87%) og 68 ára og eldri (84%) líklegastir til að telja stöðuna nokkuð eða mjög góða. Þeir svarendur sem búsettir voru á landsbyggðinni sögðust líklegri til að telja efnahagsstöðuna slæma (25%) heldur en íbúar höfuðborgarsvæðisins (17%). Þá mátti sjá bjartsýni á stöðu efnahagsmála aukast með hærra menntunarstigi og auknum heimilistekjum.

 

0805 Efnahagur x

MMR könnun 2017: Telja efnahagsstöðuna góða og horfur stöðugar

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 910 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 13. til 19. apríl 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra