fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sólarlag þenslutímans

Egill Helgason
Mánudaginn 14. maí 2018 01:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fór í kvöldgöngu um Lindargötu. Þar voru unnin ein mestu skemmdarverk á gömlu byggðinni í Reykjavík. Hverfi með gömlum og litríkum húsum var fjarlægt og byggðar kuldalegar og ljótar blokkir í staðinn, algjörlega lausar við allt sem gæti glatt augað. Naumhyggjan og nískan ræður ferðinni í arkítektúrnum þar.

Lindargatan gamla hefði getað orðið einn fallegasti götuspottinn í Reykjavík ef húsin hefðu verið gerð upp, stolt fyrir bæinn, rétt eins og Grettisgatan og Njálsgatan eru nú. Þeim var hlíft, en það mátti ekki miklu muna.

Þaðan gekk ég upp á Arnarhól. Þar blasir fyrst við hús Seðlabankans. Það átti að vera ofar á hólnum, en var svo fært utar, er máski um það bil þar sem gamla virkið sem nefndist Battarí var á tíma Jörundar hundadagakonungs. Byggingu Seðlabankans var mikið mótmælt á sínum tíma. Húsið er svart og kalt og verður seint talið sérlega fallegt.

Hafnartorgið svonefnt er að rísa upp í fulla stærð – og hún er stærri enn mann óraði fyrir. Þegar klæðningin kemur á verður húsið ennþá útbelgdara. Þar við hliðina á kemur Hörpuhótelið og svo líklega nýbygging Landsbankans. Allt í einu er kominn arkítektúr á svæðið sem kallast á við þunglamalega og þunglyndislega Seðlabankabygginguna. Hún boðaði það sem koma skyldi.

Það er merkilegt með Hafnartorgið að það er eiginlega ekkert torg. Þetta er bara nafn. Hins vegar er þröng göngugata sem liggur inn í húsaþyrpinguna. Hún snýr þannig að varla nokkurn tíma mun skína sól þangað inn nema kannski á morgnana að sumarlagi.

Nú er farið að klæða húsing að utan og maður sér ekki betur en að klæðningin sé úr áli – umgjarðir glugganna eru stórar og þungar og virðast vera úr þessum málmi. Reynslan sýnir okkur að ál er yfirleitt ekki til sérstakrar prýði á húsum – þótt það kunni að vera hagkvæmt og endingargott.

Og það er einmitt einkenni Hafnartorgsins – hagkvæmnin. Ekki eyða peningum í þokka, fegurð eða samræmi. Svoleiðis er gamaldags. Nýtum bara plásssið eins og við framast getum.

Konunni minni varð að orði að þarna væri ljótasta sólarlag í Reykjavík. Vinur okkar bætti við að þarna væri „sólarlag þenslutímans“. Hefur annars ekkert verið talað um gæði arkítektúrs og bygginga í borginni í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir? Nóg er nú búið að byggja undanfarin ár.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG