fbpx
Eyjan

Mikil andstaða við valdaframsali um orkumál til ESB

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. maí 2018 09:25

Flestir íslendingar eru andvígir tilfærslu valds  yfir orkumálum til Evrópskra stofnana. Þetta er niðurstaðan í nýrri könnun sem unnin var af Maskínu fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum. Alls mælist andstaðan 80.5 prósent.

Þeir sem eru mjög andvígir eru 57,4 prósent, fremur andvígir eru 23 prósent og í meðallagi mældust 11,3 prósent.

Þeir sem voru fremur fylgjandi mældust 4.5 prósent, og mjög fylgjandi 3.8 prósent.

Nánast allir stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna eru andvígir og stór meirihluti stuðningsmanna þeirra flokka sem standa utan ríkisstjórnar. Þá er mikill meirihluti í öllum aldurshópum, búsetuhópum og öðrum hópum sem greindir voru á móti tilfærslu valds til ESB í orkumálum.

Andstaðan mælist þó mest hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðismanna, en 91,6 prósent þeirra eru andvígir.

Hjá Miðflokksfólki er andstaðan 91,1 prósent.

Hjá Framsóknarmönnum er andstaðan 88.5 prósent.

Hjá stuðningsmönnum VG mælist andstaðan 86,3 prósent.

Kjósendur Flokks fólksins mælast 64,1 prósent andvígir.

Samfylkingarfólk mælist 63,8 andvígt.

Þeir sem kjósa Pírata mælast 60,8 prósent andvígir.

 

Konur eru líklegri til að vera á móti, en 83,8 prósent þeirra sögðust andvígar, móti 77,7 prósentum hjá körlum.

 

Andstaðan var minnst hjá þeim sem búa í Reykjavík, eða 75,8 prósent og nágrannasveitafélög Reykjavíkur mældust með 81 prósenta andstöðu.

Suðurland og Reykjanes – 84,5%

Vesturland og Vestfirðir – 85,2%

Norðurland – 85,4%

Austurland- 87%

 

18-29 ára- 63,7%

30-39 ára- 70,6%

40-49 ára- 83,2%

50-59 ára- 90,6%

60 ára og eldri- 89,7%

Könn­un­in var gerð dag­ana 24. apríl – 7. maí. Svar­end­ur voru 848 á aldr­in­um 18-75 ára af öllu land­inu.

 

Klofningur hjá forystu Sjálfstæðisflokksins ?

Samkvæmt minnisblaði Ólafs Jóhannesar Einarssonar, lögmanni hjá BBA lögmannsstofu og fyrrum framkvæmdarstjóra EFTA, sem hann skrifaði á fundi sínum með ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra ásamt embættismönnum í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um þriðja orkupakka Evrópusambandsins, eru áhyggjur manna af meintu framsali valds yfir orkumálum óþarfar.

Þar segir að ACER, stofnunin sem færi með orkumálin, hefði engar valdheimildir gagnvart einkaaðilum og að orkupakkinn haggaði í engu rétti Íslands til að ákveða skilyrði nýtingu á orkuauðlindum landsins og að upptakan á orkupakkanum hefði í raun óverulegar breytingar í för með sér.

Þetta hefur verið línan sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra orkumála, hefur talað útfrá.

Hinsvegar hafnaði landsfundur Sjálfstæðisflokksins frekara framsali á yfirráðum á íslenskum orkumarkaði til stofnana ESB og hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, talað með þeim hætti sjálfur í fjölmiðlum.

Hefur þetta leitt til þeirrar spurningar hvort forysta Sjálfstæðisflokksins sé klofin þegar kemur að orkumálunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum