fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Ísrael heldur upp á sigurinn í Eurovisjón og nýtt bandarískt sendiráð – með fjöldamorðum

Egill Helgason
Mánudaginn 14. maí 2018 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn skyldu átta sig á því að Palestínumenn hafa fyrir löngu tapað stríðinu við Ísrael. Í rauninni er ekki hægt að kalla þetta stríð. Önnur þjóðin hefur öll vopnin, meira að segja kjarnorkuvopn, og fullkomnustu manndrápstæki í heimi. Hinir hafa ófullkominn búnað, stundum bara steina, sem dugir kannski til að drepa einn og einn Ísraela. Svona hefur landakortið þróast – fyrir Palestínumenn er þetta orðið alveg vonlaust. Heimastjórn þeirra er varla nema til málamynda, hvort sem Hamas eða Fatah er sagt ráða ferðinni.

 

 

Tölurnar frá morðum dagsins í dag segja söguna. Palestínumennirnir eru lokaðir inni á svæðum sínum eins og rollur í rétt – en Ísraelsher, einn sá best búni í heiminum, er fyrir utan og stjórnar aðgangi að svæðinu.

Það er sagt í heimspressunni að 52 Palestínumenn hafi látið lífið í dag en meira en 1200 hafi særst. Tala látinna á óefað eftir að hækka. Meðal hinna dánu eru börn. Einn ísraelskur hermaður særðist lítillega. Það er öll áhættan sem Ísraelsher tekur.

Þegar hlutfallið er svona – 1 særður hermaður á móti 52 dánum og 1200 særðum – þá er í raun ekki hægt að tala um neitt annað en fjöldamorð. Annað orð á ekki við.

Á morgun verða fleiri skotnir.  Þannig heldur Ísraelsstjórn upp á sigurinn í Eurovisjón. Og nýtt bandarískt sendiráð í Jerúsalem.

(Myndin hér efst er af skilaboðum frá mannréttindasamtökunum Amnesty International frá því fyrr í dag, þá voru ekki öll kurl komin til grafar með tölu fallinna.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða