fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Geir gagnrýnir launahækkanir meirihlutans í Kópavogi – Kallar eftir lækkun

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. maí 2018 14:53

Geir Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður og framkvæmdarstjóri KSÍ og oddviti Miðflokksins í Kópavogi, gagnrýnir óhóf í launum bæjarstjóra og bæjarfulltrúa í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir hann að launin hafi hækkað um 75% samkvæmt ársreikningum bæjarins, sem sé það mesta samanborið við hin sex sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.

 

Hann segir bæjarfulltrúana ellefu sem sitja í meirihlutanum hafi fengið um 10 milljónir í árslaun að meðaltali, árið 2017:

„Skref í átt að betri og hagkvæmari rekstri væri að endurskoða 75% hækkunina til 11 manna en laun þeirra með launatengdum gjöldum fóru úr 76 milljónum króna árið 2014 í 133 milljónir króna árið 2017. Ef gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld bæjarstjóra hafi verið á fjórða tug milljóna króna á starfsárinu 2017, má sjá að aðrir bæjarfulltrúar hafi fengið að meðaltali tæplega 10 milljónir króna í árslaun 2017 og þá eru líklega ekki talin með laun fyrir setu í sumum nefndum. Þessi hækkun um 57 milljónir króna á ári frá 2014 til 2017 til 11 manna telst væntanlega óhófleg á öllum almennum mælikvörðum og telja verður að hún endurspegli ranga forgangsröðun bæjarfulltrúa. Þeir hafi einfaldlega brugðist þeirri skyldu að ganga fram með góðu fordæmi og fara vel með fjármuni almennings.“

Geir vill lækka launin og spara þannig 150 milljónir:

„Með því að draga til baka a.m.k. fjórðung þessarar hækkunar á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra má spara a.m.k. 150 milljónir króna á næstu fjórum árum komandi kjörtímabils. Fái Miðflokkurinn brautargengi í komandi kosningum mun hann leggja fram tillögu í bæjarstjórn um að launin verði lækkuð auk þess að öll laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna verði birt opinberlega jafnhliða ársreikningi ár hvert.“

Þá kallar Geir eftir skýringum á laununum:

„Gott væri að bæjarstjórn birti skýringu á þessum upphæðum fyrir komandi kosningar til að auka gagnsæi og koma í veg fyrir misskilning, sé hann til staðar, en erfitt er að greina þessar tölur án þess. Þetta eru einfaldlega það há- ar upphæðir að bæjarbúar eiga rétt á skýringum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun