fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Fornleifastofnanir fá falleinkunn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. maí 2018 15:13

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnanir fornleifaverndar skortir heildaryfirsýn um lögbundin verkefni sem unnin eru innan málaflokksins. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Stjórnsýsla fornleifaverndar. Þá er eftirlit, utanumhald og samstarf stofnana ekki eins og best verður á kosið. Ríkisendurskoðun beinir alls átta ábendingum til mennta- og menningarmálaráðuneytis, Minjastofnunar Íslands, Þjóðminjasafns Íslands og Fornminjanefndar um tillögur til úrbóta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun.

Minjastofnun er hvött til að tryggja að áfanga- og lokaskýrslum fornleifarannsókna, rannsóknargögnum og forngripum sé skilað til Þjóðminjasafns. Um 82% skýrslna frá árunum 2001-2015 hefur verið skilað til safnsins en einungis 46% forngripa og 15% rannsóknargagna. Ríkisendurskoðun hvetur þessar tvær stofnanir til að vinna saman að innköllun rannsóknargagna og forngripa. Um leið er mikilvægt að þær bæti samskipti sín.

Áætlað er að einungis sé búið að skrá um um 30% menningarminja í landinu. Þrátt fyrir ítrekuð erindi Minjastofnunar um átaksverkefni og langtímaáætlun um fornleifaskráningu hafa forsætis- og síðar mennta- og menningarmálaráðuneyti ekki brugðist við þeim. Ríkisendurskoðun hvetur mennta- og menningarmálaráðuneyti til að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar og stuðla fyrir sitt leyti að gerð langtímaáætlunar um fornleifaskráningu.

Enn hefur ekki verið unnin heildarstefna um verndum fornleifa, eins og lög kveða á um. Að hluta til stafar þetta af tíðum lagabreytingum, flutningi fornleifaverndar milli ráðuneyta og áformum um sameiningu stofnana. Minjastofnun hefur nú hafið vinnu við slíka stefnumótun og hvetur Ríkisendurskoðun til að henni verði lokið sem fyrst. Eins er mikilvægt að mennta- og menningarmálaráðuneyti yfirfari þær reglugerðir sem lög um menningarminjar heimila til að tryggja að framkvæmd á sviði fornleifaverndar eigi sér stoð í lögum og reglum.

Kristnihátíðarsjóður veitti alls 298 m.kr. í styrki til fornleifarannsókna á árunum 2001- 2005. Frá árinu 2005 hefur rúmlega 250 m.kr. til viðbótar verið veitt úr opinberum sjóðum vegna þeirra, síðast árið 2017. Athygli vekur að aðkoma fornleifafræðinga og faglegt mat á ákvörðunum um rannsóknir og styrkveitingar voru framan af lítil. Ekkert samráð var t.d. haft við Þjóðminjasafn og síðar Fornleifavernd ríkisins við ákvörðun styrkja eða leyfa til rannsókna á friðlýstum fornleifum í Þingvallaþjóðgarði. Í ársbyrjun 2018 hafði einungis tveimur lokaskýrslum úr rannsóknum á vegum Kristnihátíðarsjóðs verið skilað. Mikilvægt er úr þessu sé bætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt