fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Brynjar ósáttur við Semu Erlu: „Skrítið að koma heim í faðm froðufellandi andfasista“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. maí 2018 11:20

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki sáttur við fordæmingu Semu Erlu Serdar, formanns flóttamannahjálparsamtakanna Solaris, á sigri Ísraels í Eurovision og gefur í skyn að það sé tvískinnungur að segjast vera umburðarlyndur en fordæma samt sigur Ísraels. Líkt og DV greindi frá um helgina sagði Sema Erla að með sigri Ísraels væri Evrópa að leggja blessun sína yfir meðferð ísraelska hersins og stjórnvalda á palestínskum borgurum.

Sjá einnig: Sema Erla fordæmir sigur Ísrael í Eurovision: „Evrópa hefur enn og aftur lagt blessun sína yfir fjöldamorð“

Brynjar segir á bloggsíðu sinni að hann hafi skroppið í stutta ferð til Skotlands ásamt félögum sínum, félagar sem telji sig gáfumenni og heimsborgara en hafi samt ekki áttað sig á að það sé ekki hægt að panta nautakjöt á indverskum veitingastað. Brynjar setur slíka fávisku í samhengi við orð Semu um Eurovision:

„Skrítið að koma heim í faðm froðufellandi andfasistana yfir sigri ungrar gyðingastúlku frá Ísrael í júróvisjón sönglagakeppninni. Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki Semu Erlu og aðra vinstri menn til að leiðbeina okkur í baráttunni gegn fasisma og rasisma? Hver yrði refsingin í fasista- og rasistalausu samfélagi Semu Erlu fyrir að panta nautakjöt á indverskum veitingastað? Geta menn borið fyrir sig fávisku eða gleymsku eða jafnvel að hafa ekki verið allsgáðir. Hlýtur að vera því íslensku andfasistarnir eru svo umburðarlyndir og lausir við ofstæki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega