fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Bjarni kjörinn varaformaður eigendanefndar EBRD

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. maí 2018 10:15

Eigendanefnd bankans á ársfundi hans í Jórdaníu. Mynd/Flickr-síða EBRD

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var kjörinn varaformaður eigendanefndar Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) á ársfundi bankans sem haldinn var við Dauðahafið í Jórdaníu dagana 9-10.maí.

Á fundinum voru umræður um stöðu og framtíðarstefnu bankans. Þetta var 27. ársfundur bankans, sem á sínum tíma var ekki síst stofnaður til að styðja við efnahagsþróun og fjárfestingar í ríkjum Austur-Evrópu.

Endurreisnar- og þróunarbanki Evrópu er alþjóðleg fjármálastofnun sem fjármagnar verkefni á vegum einkafyrirtækja og opinberra aðila. Starfsemi bankans nær til yfir 30 landa – frá Austur-Evrópu til Mið-Asíu og Suður- og Austur-Miðjarðarhafs. Sérstök áhersla er lögð á þróun og fjármögnun verkefna á sviði endurnýjanlegrar orku og umhverfisvænna orkugjafa.

Nýverið var haldinn kynningarfundur hér á landi um bankann, þar sem starfsemi hans og fjárfestingartækifæri voru kynnt áhugasömum. Á vegum bankans eru tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að starfa sem ráðgjafar í verkefnum, m.a á sviði orkumála og þá er hægt að vinna með beinum hætti með bankanum að fjárfestingum á starfssvæðum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki