fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Barnavernd hástökkvarinn í valinu á Stofnun ársins hjá Reykjavíkurborg

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 14. maí 2018 13:11

Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, tekur við viðurkenningu fyrir hástökk ársins fyrir hönd Barnaverndar frá Garðari Hilmarssyni, formanni St.Rv. Mynd-Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnavernd Reykjavíkur er hástökkvari ársins þegar kemur að valinu á Stofnun Ársins Borg og Bær 2018. Valið er samvinnuverkefni SFR stéttarfélags, VR, fjármálaráðuneytisins og Félagsbústaða hf. og starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Starfsmönnum Reykjavíkurborgar hefur gefist kostur á að kjósa um stofnun ársins í átta ár og að þessu sinni var Norðlingaskóli fyrir valinu. Í öðru sæti var Frístundamiðstöðin í Gufunesbæ og þriðja sætið hlaut Orkuveita Reykjavíkur.

Sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára er Barnavernd Reykjavíkur, en hún hoppar upp um 14 sæti, úr því 27  í það 13, milli ára. Árið 2016 var Barnavernd Reykjavíkur í 15. sæti sömu könnunar. Þessi niðurstaða er áhugaverð, þar sem mikill styr hefur staðið um stofnunina undanfarið, þar sem störf forstjóra Barnaverndar, Braga Guðbrandssonar, hafa verið gagnrýnd, en hann er í ársleyfi frá störfum, meðan framboð hans til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna er í vinnslu.

„Könnunin er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna  á vinnumarkaði. VR hefur útnefnt Fyrirtæki ársins í  21 ár og SFR hefur staðið fyrir vali á Stofnun ársins síðastliðin 12 ár en eins og áður sagði þá er þetta í 8 sinn sem St.Rv. stendur fyrir vali á Stofnun Ársins. Með því að taka þátt í þessu samvinnuverkefni þá gefst St.Rv. tækifæri til að bera saman viðhorf félagsmanna sinna og félagsmanna VR og SFR,“

segir á vef Reykjavíkurborgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn