fbpx
Eyjan

Sobral stal senunni og það er rétt hjá honum, ísraelska lagið er drasl – en Ísland með ekkert stig frá almenningi

Egill Helgason
Sunnudaginn 13. maí 2018 12:33

Salvador Sobral var stjarna Evróvisjón kvöldsins í Lissabon í gær þegar hann steig fram og söng tvö lög, annað sigurlagið sitt frá því í fyrra. Sobral var í gömlum bættum jakka, hann lítur mun betur út eftir hjartaaðgerðina og söng með sínu lagi og sínum öll skringilegu og tjáningarfullu hreyfingum. Það var píanóleikari með honum á sviðinu, lék á flygil – lifandi hljóðfæraleikur hefur nánast verið gerður útlægur úr Evróvisjón. Og svo kom og söng með honum goðsögn úr brasilískri tónlist, Caetano Veloso, lagasmiðu, gítarleikari og pólitískur baraáttumaður.

Þetta var hápunktur kvöldsins og minnir okkur á að alvöru tónlist þarf ekki á allri þessari umgjörð, öllum þessum fyrirgangi, að halda.

Ég er orðinn gríðarlegur Evóvisjónspámaður. Spáði Portúgal sigri í fyrra og Ísrael sigri í ár. Talið bara við mig næst. En ísraelska lagið er eins og Sobral sagði sjálfur í vikunni „hryllilegt“. Það er heimskt og uppáþrengjandi. En sigraði í kosningunni með almennings (þó ekki hér á Íslandi). Eins og einhvers staðar segir það hefur enginn taðað á því að vanmeta smekk almennings. Sobral sást afhenda Nettu Barzilai verrðlaunagripinn snögglega, forðaði sér svo burt.

Það er talað um að keppnin eigi næsta ár að vera í Jerúsalem. Slíkt er alveg fráleitt. Síðast þegar ég gáði var Ísrael reyndar ekki í Evrópu, heldur Asíu. Í Jerúsalem og þar í kring er stunduð grimm nýlendukúgun og sleitulaust rán á landi Palestínumanna.Að fara með keppnina inn á slíkt svæði væri skammarlegt. Ísrael þykist vera lýðræðisríki, en hvers konar lýðræði er það sem sífellt stelur landi og gæðum frá annarri, þjóð, heldur henni í herkví svo hún hefur ekki minnstu borgaralegu réttindi, beitir einum öflugasta her heims gegn fólki sem hefur afar lítil tök á að svara fyrir sig.

Hið langvaarandi hernám hefur eyðilagt Palestínu. En það hefur líka grafið undan siðferðinu í Ísrael og gert það að því ógeðfella ríki sem það er nú. Ísrael á einfaldlega ekki að vera með í Eurovisijón og þjóðir Evrópu eiga helst ekki að sækja keppni þangað.

Að því sögðu var sumt í því sem sást í gærkvöldi ágætt sjó. Ég sakna þess að heyra ekki lifandi hljómfærum, kröfur sjónvarpsútsendinganna eru farnar að gera það að verkum að þau eru alveg útlæg. Þannig er þetta á sinn hátt karíókí-keppni. Þó voru þarna engin lög sem fara á spilunarlista hjá mér.

En þetta voru hálfgerðar hrakfarir hjá Íslendingunum. Við virðumst hafa verið langneðst í keppninni þetta árið. Einungis dómnefndir Hvíta-Rússlands, Makedóníu, Belgíu og Sviss gáfu laginu stig, þó ekki nema 15 alls, en enginn áhorfandi greiddi laginu atkvæði – það var núll.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum