fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kvíði barna, sjálfsskaði, skólaforðun og sjálfsvígsgælur. Hver ber ábyrgðina?

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 13. maí 2018 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir ritar:

Vanlíðan barna sem tengist skólanum beint er á ábyrgð borgarmeirihlutans. Skóli án aðgreiningar er fyrirkomulag sem ekki hefur gengi upp því uppbygging var í skötulíki og það sem fylgja þurfti með til að fyrirkomulagið virkaði, fylgdi aldrei með.

Börn með sérþarfir hafa ekki fengið þann stuðning sem þau þurfa til að geta notið sín í almennum bekk þar sem fjárveitingar skortir til að sinna þeim og mæta þörfum þeirra. Skólinn fær kannski fjármagn til að greiða stuðningsaðila laun en oft nær það ekki mikið lengra. Vandinn hefur verið sá að borgin hefur ekki metið alla kostnaðarliði í skólastarfinu þegar fjárhagsáætlun er gerð.

Vaxandi vandi barna er því ekki kennurum eða skólastjórnendum að kenna heldur þeim þrönga stakki sem þeim er ætlað að vinna eftir. Málaflokkurinn hefur verið sveltur.

Flokkur fólksins vill tryggja að námsþörfum allra barna verði mætt. Skóli án aðgreiningar er ekki að virka fyrir öll börn. Við verðum að fara að horfast í augu við þennan vanda. Stækkandi hópur barna glímir við kvíða, viðhefur sjálfsskaða, eru með sjálfsvígsgælur og sumum líður svo illa að þau gera tilraunir til sjálfsvígs.

Við í Flokki fólksins líðum ekki slík mannréttindabrot. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum og ekkert barn skal þurfa að líða illa fimm daga vikunnar, dagana sem skóli er. Kvíði sem er beintengdur við að mæta í skólann til náms, námsefnis og félagslegrar samveru sem passar þér ekki og þar sem þú ert ekki meðal jafningja mun fljótlega brjóta þig.

Kolbrún Baldursdóttir skipar 1. sæti Flokks fólksins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins