fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Aukin framlög til dagforeldra í Kópavogi

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 13. maí 2018 13:55

Mynd: Kópavogsbær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gripið verður til víðtækra aðgerða til að að styrkja umgjörð dagforeldra í Kópavogi. Tillögur um aðgerðir til að bregðast við skorti á daggæsluúrræðum yngstu barna voru samþykktar einróma á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 8.maí.

Meðal þess sem gripið verður til er þreföldun á stofnstyrk til dagforeldra sem hækkar úr 100.000 kr. í 300.000 krónur. Allir dagforeldrar fá 150 þúsund krónu aðstöðustyrk sem greiddur er árlega. Þá verða framlög bæjarins til dagforeldra hækkuð til að koma til móts við mismun á leikskólagjöldum annarsvegar og dvalarkostnaði hjá dagforeldrum hinsvegar þegar börn ná 15 mánaða aldri.

Markmið aðgerðanna er annars vegar að laða nýja dagforeldra að starfinu og styrkja þá faglega og hins vegar að efla starfskrafta dagforeldra í Kópavogi.
 
Meðal aðgerða er eftirfarandi:

Stofnstyrkur til dagforeldra í Kópavogi verður hækkaður úr 100.000 í 300.000. Stofnstyrkur gerir dagforeldrum kleift að undirbúa húsnæði sitt fyrir daggæslu og kaupa nauðsynlegan búnað.

Allir dagforeldrar sem starfa í Kópavogi fá greiddan 150.000 kr. aðstöðustyrk ár hvert fyrir viðhaldi og endurbótum á húsnæði og leiktækjum. Greiðsla fer fram 1. ágúst ár hvert til dagforeldra sem starfað hafa í eitt ár eða lengur í Kópavogi.

Framlag Kópavogsbæjar til dagforeldra verður hækkað um fimm þúsund krónur á mánuði á barn með lögheimili í Kópavogi miðað við 8 tíma dvöl. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. ágúst.

Einnig var samþykkt að við 15 mánaða aldur barna hækki framlag Kópavogsbæjar með börnum hjá dagforeldrum um 20.000 á mánuði miðað við 8 tíma dvöl. Hækkun framlags er ætlað að koma til móts við mismun á kostnaði foreldra við annars vegar dvalargjöld hjá dagforeldrum og leikskólagjöldum hins vegar. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. ágúst.

Í samráði við stjórn félags dagforeldra í Kópavogi verður skipulögð aukin starfsþjálfun og fræðsla verður á vegum daggæslufulltrúa og leikskólaráðgjafa og bætist hún við starfsréttindanámskeið sem gerð er krafa um að dagforeldrar ljúki.

Loks má þess geta að haldinn verður kynningarfundur fyrir foreldra til upplýsingamiðlunar varðandi þjónustu dagforeldra og hlutverk Kópavogsbæjar gagnvart daggæslumálum. Fyrsti slíki fundurinn verður haldinn í haust og verður fundurinn með svipuðu sniði og fundir sem haldnir eru fyrir nýja foreldra í leikskólum í Kópavogi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus