fbpx
Eyjan

Össur þakkar Sósíalistaflokknum fyrir að hlífa þjóðinni við Gunnari Smára: „Hann er þó að læra mannasiði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. maí 2018 02:21

 

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir að Píratar sem vilji bylta kerfinu eigi að kjósa Sósíalistaflokkinn í borgar- og sveitastjórnarkosningunum í vor. Píratar séu enda orðnir kerfisflokkur. Þá telur Össur að það sé mikill kostur að Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, sé ekki í framboði fyrir flokkinn.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands

Össur skrifar örfáar línur um þetta á Facebook en tekst að koma miklu efni að í fáum orðum: hugsanlega að móðga tvo stjórnmálaflokka um leið og hann gerir grein fyrir væntanlegu atkvæði sínu. Pistillinn er svohljóðandi:

Ef ég væri Pírati og vildi bylta kerfinu myndi ég líklega kjósa Sósíalistaflokkinn í vor. Sérstaklega af því það virðist ekki vanta nema prósentubrot til að sossarnir nái manni í borgarstjórn. Píratar eru orðnir meðvirkur kerfisflokkur meðan Sossarnir eru ekta byltingarsinnar, lúnir af lamstri stéttabaráttunnar og vilja steypa auðvaldinu. Tötraöreigarnir, svo vitnað sé í gamlan spámann, þurfa málsvara á tímum sem eru án eldmóðs. Svo á Sósíalistaflokkurinn líka umbun skilda fyrir þá pólitísku smekkvísi að hlífa þjóðinni við því að hafa handhafa sannleikans, Gunnar Smára, í framboði. Hann er þó að læra mannasiði. Sjálfur er ég sósíaldemókrati dauðans, og kýs minn Dag í vor. – Öll vor ef því er að skipta. Lifi stéttabaráttan!

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar

Fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á meðal húseigenda sem hafa tekið sér land í heimildarleysi og stækkað lóðir sínar
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna

Fjölgun borgarfulltrúa kostar hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi

Framsóknarmenn allra flokka hafa komið í veg fyrir lægra matvöruverð hér á landi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra