fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Konur fjölmenna í borgarstjórn, Píratar eru með margar konur og ungt fólk, en listar Miðflokks og Samfylkingar eru nokkuð aldraðir

Egill Helgason
Laugardaginn 12. maí 2018 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkru birti ég grein þar sem ég fullyrti að óhugsandi væri annað en að konur yrðu í miklum meirihluta í borgarstjórninni í Reykjavík eftir kosningarnar. Þetta hefur ekki breyst eftir því að framboðslistunum hefur fjölgað. Konurnar í borgarstjórn verða líklega 15 á móti 8 körlum.

Viðreisn og Miðflokkurinn, nýjir flokkar sem virðast öruggir með að komast inn í borgarstjórnina, eru báðir með konur í efstu sætum. Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins banka á – líka með konur í efstu sætum.

Gunnar Smári Egilsson er skemmtilega talnaglöggur maður og notaði þá kunnáttu ágætlega til að ergja ráðamenn þegar hann var ungur blaðamður. Nú hefur hann tekið sig til og reiknað út hlutfall kvenna á framboðslistunum í borginni.

Hann skýrir þetta út með því að hann noti vegið hlutfall kvenna meðal tíu efstu á lista flokkanna í Reykjavík (1. sætið vegur 10, 2. sætið 9 o.s.frv.). Niðurstaðan er þá þessi.

100% konur: K-listi Kvennahreyfingin
82% konur: P-listi Píratar
76% konur: H-listi Höfuðborgarsamtökin
64% konur: O-listi Borgin okkar
64% konur: J-listi Sósíalistar
62% konur: V-listi VG

56% konur: B-listi Framsókn
55% konur: D-listi Sjálfstæðisflokkur
55% konur: C-listi Viðreisn
51% konur: F-listi Flokkur fólksins
51% konur: S-listi Samfylkingin
47% konur: R-listi Alþýðufylkingin

38% konur: M-listi Miðflokkurinn
27% konur: E-listi Íslenska þjóðfylkingin
24% konur: Þ-listi Frelsisflokkurinn
11% konur: Y-listi Karlalistinn

Gunnar Smári lætur ekki staðar numið þarna því hann reiknar líka meðalaldurinn á framboðslistunum í borginni út frá sömu formúlu, semsé veginn meðalaldur tíu efstu á listum framboðanna í Reykjavík (1. sæti vegur 10, 2. sætið 9 o.s.frv.):

59,91 ár: E-listi Íslenska þjóðfylkingin
57,42 ár: F-listi Flokkur fólksins
56,45 ár: Þ-listi Frelsisflokkurinn
49,69 ár: O-listi Borgin okkar
49,18 ár: M-listi Miðflokkurinn
47,67 ár: S-listi Samfylking
46,56 ár: R-listi Alþýðufylkingin
44,58 ár: Y-listi Karlalistinn
43,53 ár: D-listi Sjálfstæðisflokkur
41,36 ár: H-listi Höfuðborgarsamtökin
39,76 ár: V-listi VG
39,75 ár: C-listi Viðreisn
38,85 ár: B-listi Framsókn
37,67 ár: J-listi Sósíalistaflokkurinn
35,93 ár: K-listi Kvennahreyfingin
34,22 ár: P-listi Píratar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti