fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Nær helmingur telur fjölda flóttafólks nægjanlegan

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. maí 2018 15:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nær helmingur landsmanna (44,9%) taldi að fjöldi þess flóttafólks sem veitt er hæli á Íslandi væri nægilegur. Þetta kemur fram í nýlegri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 2. til 12. mars 2018. Alls töldu 29,4% svarenda of lítinn fjölda flóttamanna fá hælisveitingu á Íslandi en 25,7% kváðu of mikinn fjölda flóttafólks fá hæli á landinu.

Flóttafólk

Afstaða gagnvart hælisveitingum til flóttafólks hafði lítið breyst frá skoðanakönnun MMR sem framkvæmd var í febrúar 2017, þar sem 24% svarenda sögðu fjölda flóttafólks sem veitt er hæli á Íslandi vera of mikinn, 45% sögðu fjöldan hæfilegan og 31% sögðu fjöldan of lítinn. Hlutföll svarenda í öllum hópum helst nær óbreytt á milli ára og eru innan 95% vikmarka.

3004 Flottafolk 1718

Munur eftir lýðfræðihópum
Konur kváðu fjölda flóttafólks sem fær hæli á Íslandi vera of lítinn (33%) í meira mæli heldur en karlar (26%). Karlar voru hins vegar líklegri til að telja fjöldann nægilegan (46%) eða of mikinn (28%). Þegar litið var til aldurs svarenda mátti sjá að 33% yngsta aldurshópsins (18-29 ára) kváðu hælisveitingar ekki vera nægjanlegar en það hlutfall fór minnkandi með auknum aldri. Svarendur í elsta aldurshópi (67 ára og eldri) voru að sama skapi líklegri en yngri svarendur til að telja fjölda þeirra flóttamanna sem fá hæli á Íslandi vera of mikinn (34%).

Nokkurn mun mátti sjá á afstöðu eftir búsetu en 36% íbúa höfuðborgarsvæðisins töldu hælisveitingar til flóttafólks vegar ófullnægjandi, samanborið við 33% íbúa landsbyggðarinnar. Landsbyggðarbúar voru hins vegar líklegri til að segja hælisveitingar nægjanlegar (54%) heldur en svarendur af höfuðborgarsvæðinu (40%). Mun var einnig að finna þegar litið var til menntunar svarenda en háskólamenntaðir (45%) voru nokkuð líklegri til að telja fjölda flóttafólks sem veitt er hæli vera of lítinn, samanborið við svarendur sem lokið höfðu námi eftir útskrift úr grunn- (23%) eða framhaldsskóla (21%). Þá voru einstaklingar í lægri tekjuhópum líklegri til að telja of mikinn fjölda flóttafólks fá hæli á Íslandi heldur en svarendur úr hærri tekjuhópum.

Ef litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka mátti sjá nokkra skiptingu á afstöðu svarenda. Stuðningsfólk Sjálfstæðis- (55%) og Framsóknarflokks (56%) voru líklegust til að telja hælisveitingar til flóttafólks vera hæfilegar. Svarendur sem lýstu stuðningi við Miðflokkinn (58%) og Flokk fólksins (70%) voru líklegastir til að telja slíkum hælisveitingum ofaukið en stuðningsfólk Vinstri grænna (45%), Viðreisnar (50%), Pírata (52%) og Samfylkingar (55%) kváðu hælisúthlutanir vera ónógar.

3004 Flottafolk x

MMR könnun 2017: Skiptar skoðanir um hælisveitingar

Upplýsingar um framkvæmd:
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 995 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 2. til 12. mars 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG