fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Kennir SÁÁ um dauða fangafíkla

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. maí 2018 15:32

Guðmundurr Ingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, gagnrýnir SÁÁ meðferðarstofnunina harðlega í pistli sínum í dag. Hann segir ákveðinn hóp fíkla, sem afpláni nú fangelsisdóm, sé þar fastur, þar sem SÁÁ hafi tekið ákvörðun um að sinna honum ekki. En í kerfinu sé það skilyrt að slíkir fangar fari í meðferð, áður en þeir losni.

Hann segir að um fjárkúgun sé að ræða af hálfu SÁÁ í garð ríkisins, þar sem því sé stillt upp við vegg til að auka fjárframlög:

„Rétt er að taka fram að SÁÁ fær myndarlegar greiðslur frá ríkinu ár hvert til að standa undir starfseminni. Fyrir mér lítur staðan út sem einhvers konar fjárkúgun, þar sem ríkisvaldinu er stillt upp við vegg til að auka fjárframlög.“

Þá segir Guðmundur að einn fíkill hafi látist í viku hverri í fangelsi undanfarinn mánuð, sem rekja megi til þessa úrræðaleysis, en hann vill að ríkið stöðvi fjárframlög sín alfarið til SÁÁ:

„Undanfarinn mánuð hefur minnst einn í viku hverri látist sem ég þekkti, eftir að hafa kynnst honum í fangelsi. Orsökina má meðal annars rekja til úrræðaleysis gagnvart vanda þessara einstaklinga. […]  Á meðan sitja hin raunverulegu fórnarlömb aðgerðarleysisins hjá, og líða fyrir – jafnvel með lífi sínu.“

Lesa má pistilinn hér að neðan:

 

Fangar hunsaðir af SÁÁ

Nú hefur SÁÁ tekið ákvörðun um að sinna ekki einum hópi fíkla. Þetta er sá hópur sem hefur sennilega verst orðið úti vegna misnotkunar fíkniefna og hlotið dóm fyrir, sem afplána hefur þurft í fangelsi. Fyrir vikið er nú m.a. hópur fanga sem er fastur í fangelsi, því framgangur í kerfinu er skilyrtur því að viðkomandi fari í meðferð – áður en hann losnar.

Undanfarinn mánuð hefur minnst einn í viku hverri látist sem ég þekkti, eftir að hafa kynnst honum í fangelsi. Orsökina má meðal annars rekja til úrræðaleysis gagnvart vanda þessara einstaklinga.

Þegar SÁÁ ákvað að hætta að þjónusta fanga sendi ég bæði fangelsisyfirvöldum og SÁÁ erindi þar sem ég leitaði skýringa. Svörin sem ég fékk voru að uppi væri krafa um aukin fjárframlög til SÁÁ, auk þess sem ekki væri valdir nægjanlega hentugir fangar til að veita aðstoð með meðferð að lokinni afplánun. Þrátt fyrir að ég hafi óskað ítarlegri svara frá formanni SÁÁ, hafa þau ekki borist.

Rétt er að taka fram að SÁÁ fær myndarlegar greiðslur frá ríkinu ár hvert til að standa undir starfseminni. Fyrir mér lítur staðan út sem einhvers konar fjárkúgun, þar sem ríkisvaldinu er stillt upp við vegg til að auka fjárframlög. Á meðan sitja hin raunverulegu fórnarlömb aðgerðarleysisins hjá, og líða fyrir – jafnvel með lífi sínu.

Réttast væri að hið opinbera stöðvaði, nú þegar í stað, öll opinber framlög til SÁÁ. Staðan er einfaldlega grafalvarleg – og ólíðandi!

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG