fbpx
Eyjan

Hvalavinir skoruðu á sjávarútvegsráðherra – Yfir 50.000 undirskriftir

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. maí 2018 15:15

Rannveig Grétarsdóttir formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Skapti Örn Ólafsson frá SAF, Þurý Hannesdóttir frá Specilatours og Sigursteinn Másson fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra

Í dag var sjávarútvegsráðherra afhent nöfn 50.424 einstaklinga sem hafa ritað nöfn sín undir eftirfarandi kröfu: ,,Ég heiti því að borða ekki hvalkjöt og vil að stjórnvöld geri allan Faxaflóa að griðarsvæði fyrir hvali.“ Undirskriftarsöfnunin fór að mestu leyti fram á síðasta ári. (Sjá nánar á ifaw.is.) Þetta kemur fram í tilkynningu.

Krafan í undirskriftarsöfnun IFAW samtakanna er í fullu samræmi við ályktanir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, Samtaka ferðaþjónustunnar, allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur og fleiri um að Faxaflóinn verði allur gerður að griðarsvæði hvala en ekki að hluta eins og nú er.

Í ágúst 2016 höfðu 100.000 undirskriftir safnast um þá kröfu að hvalveiðar hætti við Ísland og var þeim skilað til ráðherra.

Með þeirri breytingu sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrverandi sjávarútvegsráðherra gerði á bannsvæði hvalveiða í flóanum, í lok síðasta árs, lenti lang stærsti hluti veiðisvæðis hrefnuveiðimanna innan bannsvæðis. Það sýndi að veiðarnar hafa verið háðar því að þær færu fram nærri einu helsta hvalaskoðunarsvæði landsins en 170.000 farþegar fóru í Hvalaskoðun á síðasta ári frá Reykjavík.

Við þetta tækifæri greindi ráðherra frá því að hann hafi í morgun lagt minnisblað fyrir ríkisstjórn um úttekt á hvalveiðum sem Hagfræðistofnun HÍ og Hafrannsóknarstofnun hafi umsjón með. Ólíkir hagsmunaaðilar verði kallaðir að borðinu en niðurstaða á að liggja fyrir í haust.

Það er von okkar sem að undirskriftarsöfnunni stöndum að meiri hagsmunir verði teknir fram yfir minni sem og sjónarmið dýravelferðar,

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum
Eyjan
Í gær

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan

Bjarni fundaði í Indónesíu – Ræddu þær áskoranir sem eru framundan
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð

Fær ekki að sitja með vinum sínum í matsal Áslandsskóla – Þarf að borða á annarri hæð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“

Brynjar Níelsson: „Sitthvað er Braggamálið eða Bragamálið í hugum Pírata“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“

Sauð upp úr á Suðurlandsbraut: Viðar vill að konur vaski upp og hætti að vinna – „Þú ert svo mikil undirlægja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér

14 mánuðir síðan borgarlögmaður var beðinn um álit vegna braggamálsins – Hefur ekki enn skilað af sér