fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Gera forgangslista um ESB mál

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. maí 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun lista yfir þau mál sem eru í undirbúningi á vettvangi Evrópusambandsins og íslensk stjórnvöld ætla að vakta sérstaklega. Er þetta í annað sinn sem slíkur forgangslisti er samþykktur.

Á listanum nú eru 25 mál af ýmsum toga. Má þar nefna matvælaöryggi, orkumál, loftslagsmál, jafnréttismál og vinnumarkaðsmál. Fyrir hvert mál má finna lýsingu á því hvar málið er statt og hvaða aðgerðir séu fyrirhugaðar til að gæta hagsmuna Íslands. Listinn var unninn í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis og hagsmunaaðila. Hér er yfirleitt um að ræða mál þar sem Evrópulöggjöf er í undirbúningi og sem síðar verður tekin upp í EES-samninginn. Listinn tekur mið af mikilvægi mála og getu stjórnkerfisins til að fylgjast með málum.

Sendiráð Íslands í Brussel og sérfræðingar í ráðuneytum og stofnunum hér á landi munu fylgja því eftir að hagsmuna Íslands sé gætt varðandi þau mál sem eru á listanum. Að baki forgangsröðun af þessu tagi býr sú hugsun að nauðsynlegt sé að sinna hagsmunagæslu skipulega í gegnum allt ferli EES-mála, frá því umræður hefjast á vettvangi Evrópusambandsins og þar til gerð er tekin upp í EES-samninginn og innleidd hér á landi.

Frekari upplýsingar má finna á vef utanríkisráðuneytisins um EES mál – EES-samningurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus