fbpx
Eyjan

Er barnið þitt næsta fórnarlamb?

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. maí 2018 20:30

Jóhannes Ómar Sigurðsson ritar:

Ég fékk símtal um daginn frá dóttur minni sem sagðist hafa lent í hörðum árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hún var á heimleið frá leikskólanum með dóttur sína í aftursætinu. Ég fékk sting í magann en sem betur fer slasaðist hvorug en bíllinn var gerónýtur. Við vorum heppin.

Samkvæmt skýrslu EuroRAP er Miklabraut flokkuð sem gata með mikla áhættu og er talin hættulegasta gata landsins. Þetta er gata sem margir Reykvíkingar aka um reglulega.

Dauðsföll og alvarleg slys í umferðinni eru því miður hluti af tilveru okkar og þetta minnir á gamla tíma þegar sjóslys og flugslys voru reglulega í fréttum. Það er sem betur fer liðin tíð en fækkun slysa á sjó og í flugi gerðist ekki af sjálfu sér. Það má m.a. þakka skýrri stefnu sem kennd hefur verið við núll, en hún gengur í stuttu máli út á að við sættum okkur ekki við að fólk láti lífið eða slasist alvarlega og vinnum ötult starf með það að markmiði að koma í veg fyrir slys.

Núllsýn (e. Vision Zero) í umferðarmálum var sett í mörgum af nágrannalöndum okkar fyrir nokkrum árum og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Dauðsföllum og alvarlegum slysum hefur farið fækkandi.

Hvað erum við að gera og er slysum að fækka? Með öruggari bílum hefur alvarlegum slysum fækkað nokkuð miðað við ekna kílómetra en því miður eru engin sjáanleg merki um að slysum sé að fækka af öðrum orsökum. Við erum hinsvegar dugleg að gera mælingar, skrifa skýrslur og ræða þessi mál. Rannsóknarskýrslur eru þó nauðsynleg grunngögn til að geta séð hvernig ástandið er og hvar hagkvæmast er að að byrja á úrbótum.

Á Íslandi hefur hvergi verið sett núllsýn í umferðaröryggismálum, hvað þá í Reykjavík og borgaryfirvöld virðast sætta sig við núverandi ófremdarástand sem hvergi ætti að líðast. Það er ólíðandi að bíða hver eftir öðrum og setja eingöngu fram rándýr og óraunhæf kosningaloforð og gera ekkert raunhæft á þessu sviði á meðan fjöldi fólks syrgir ástvini eða glímir við afleiðingar alvarlega slysa.

Það er fyrir löngu kominn tími til að setja núllsýn varðandi slys í umferðinni í Reykjavík og vinna síðan markvisst að því að koma henni í framkvæmd. Þetta var gert með góðum árangri á sjó og í fluginu og er eitt af forgangsmálunum hjá Borginni okkar – Reykjavík.

Jóhannes Ómar Sigurðsson frambjóðandi fyrir Borgina okkar – Reykjavík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns

Leigjendur segja að borgin hafi ekki sinnt ábendingum Umboðsmanns
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum

Unnur Brá verður fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum